fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Pressan
Mánudaginn 4. nóvember 2024 04:13

Erindi hennar var ekki að panta pitsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil gjarnan panta pitsu,“ sagði kona ein þegar svarað var í símann klukkan fjögur að nóttu. En sá sem svaraði vinnur ekki á pitsastað en áttaði sig samt á hvað konan vildi.

Hún hafði hringt í neyðarlínuna í Pierson í Flórída og það viljandi. Lögreglan hefur hrósað konunni í hástert fyrir snjallræðið en með þessu tókst henni að blekkja mann sem er grunaður um að hafa misþyrmt henni.

NBC News skýrir frá þessu og segir að þegar neyðarvörður svaraði hringingu konunnar þann 19. október hafi hún sagst vilja panta pitsu. „Ég vil gjarnan panta pitsu. Ég er svo föst hérna,“ sagði konan í upphafi samtalsins.

Neyðarvörðurinn sagði þá: „Ókei. Þú veist að þetta er neyðarlínan.“

„Já, ég er viss um að ég hringdi í rétt númer. Ég er að reyna að panta pitsu,“ svaraði konan.

Hún var því næst spurð um heimilisfangið og sagðist hún þá vona að viðmælandinn hefði heimilisfangi hennar og að hún kæmist ekki heim. Síðan hélt hún áfram að tala eins og hún vildi panta pitsu. „Get ég fengið pitsu? Með pepperóní og auka osti.“

„Hversu margir eru þarna?“ spurði neyðarvörðurinn.

„Bara ég og hann,“ svaraði konan.

„Ertu meidd?“ spurði neyðarvörðurinn.

„Já,“ svaraði konan.

Lögreglumenn voru strax sendir að svæði í Pierson, þar sem lögreglunni hafði tekist að staðsetja símann, og byrjuðu þeir að leita að henni. Að lokum heyrðu þeir háværa tónlist berast frá akri einum og þegar þeir nálguðust tónlistaruppsprettuna sáu þeir mann liggja ofan á öskrandi konu.

„Hann er að reyna að nauðga mér. Getið þið hjálpað mér?“ heyrist konan segja á upptöku úr búkmyndavél eins lögreglumannanna.

Lögreglumennirnir gripu auðvitað inn í og handtóku manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið