fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Óhugnanleg aðvörun frá mafíunni – Afhöggvið höfuð

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 04:27

Mafían hefur lengi verið áhrifamikil á Ítalíu. Mynd: Flickr/Eneas De Troya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvikmyndinni „The Godfather“ vaknar framleiðandi í Hollywood og uppgötvar fljótlega að afhöggvið höfuð uppáhaldsveðhlaupahestsins hans er undir sænginni. Þetta voru skýr skilaboð til hans um að setja sig ekki upp á móti Corleone-fjölskyldunni.

En í dag er árið ekki 1972 og við erum ekki í kvikmyndinni. Þess í stað erum við á Sikiley þar sem afhöggvið hestshöfuð fannst nýlega á landareign kaupsýslumanns eins. Því hafði verið komið fyrir á gröfu við heimili hans í Altofonte nærri Palermo.

En ekki nóg með því því samkvæmt frétt The Guardian þá fundust einnig kýrskrokkur og skrokkur kálfs hennar á staðnum.

Kaupsýslumaðurinn hafði strax samband við lögregluna og sagði henni að honum hafi áður borist hótanir og aðvaranir.

Lögreglan telur hugsanlegt að þar sem hann neitaði að greiða mafíunni verndargjald eða verða við öðrum kröfum hennar, hafi honum verið ógnað á þennan hátt.

Angela De Luca, bæjarstjóri í Altofonte, sagði að bæjarbúar séu í áfalli vegna málsins. „Mér brá mjög mikið. Ég skil ekki að einhver geti sýnt svona villimensku af sér,“ sagði hún og bætti við að þetta minni á miðaldir.

Málið hefur vakið mikla athygli á Sikiley og er mörgum illa brugðið. Nýlega var 20 mafíuleiðtogum sleppt úr fangelsi eftir að þeir höfðu lokið afplánun dóma sinna.

Á Sikiley eru afhöggvin dýrshöfuð og líkamshlutar dýra meðal þess sem mafían notar mest til að hræða fólk. Lögreglan segir að með þessu sé mafían að hræða fólk og oft snerti þetta fólk illa því það séu uppáhaldsdýrin þeirra sem eru drepin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur