fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Bretar ósáttir við kostnaðinn við krýningarathöfn Karls konungs

Pressan
Föstudaginn 29. nóvember 2024 04:55

Karl konungur og Kamilla drottning

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Bretar eru reiðir og ósáttir við kostnaðinn við krýningu Karls konungs á síðasta ári en uppgjör vegna krýningarinnar var birt í síðustu viku.

The Guardian segir að krýningarathöfnin hafi kostað breska skattgreiðendur 72 milljónir punda en það svarar til um 12,6 milljarða íslenskra króna. Það svarar til þess að hver Breti hafi greitt sem svarar til 180 króna fyrir athöfnina.

Breska menningarmálaráðuneytið, sem skipulagði athöfnina í samvinnu við hirðina, segir að krýningin hafi verið „augnablik sem á sér aðeins stað einu sinni hjá hverri kynslóð“ og hafi gert landsmönnum kleift að sameinast um hátíðarhöld og að „sýna umheiminum Bretland“.

Samtökin Republic, sem berjast fyrir því að konungdæmið verði lagt niður og þess í stað verði þjóðhöfðinginn valinn í almennum kosningum, segja þetta „ruddalegt“ bruðl á skattfé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur