fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Bílaþvottastöðin var skálkaskjól myrkraverka

Pressan
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 07:00

Ali Khdir við bílaþvottastöðina. Mynd:NCA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki var annað að sjá en bílaþvottastöðin Fast Track Hand Car Wash í Caerphilly í Wales væri ósköp venjuleg bílaþvottastöð. En stöðin var skálkaskjól fyrir myrkraverk eigendanna.

Eigendurnir tveir, Dilshad Shamo og Ali Khdir, voru nýlega sakfelldir fyrir að hafa stundað smygl á fólki. Á tíunda degi réttarhaldanna yfir þeim játuðu þeir sök.

Sky News skýrir frá þessu og segir að fyrir dómi hafi lögreglan skýrt frá því að mennirnir hafi lifað tvöföldu lífi. Þeir hafi virst reka bílaþvottastöð en hafi um leið verið meðlimir í glæpasamtökum sem smygla innflytjendum til Evrópu og innan Evrópu.

Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa brotið innflytjendalög á Ítalíu, Rúmeníu, Króatíu og Þýskalandi með því að flytja fólk til þessara landa frá því í september 2022 fram í apríl 2023. Flestir innflytjendanna voru frá Íran, Írak og Sýrlandi.

Fyrir dómi kom fram að þeir hafi notað bílaþvottastöðina til að hylma yfir afbrotin.

Shamo, sem fæddist í Írak, og Khdir, sem fæddist í Íran, eru breskir ríkisborgarar.

Innflytjendurnir greiddu þeim stórfé, oft mörg hundruð þúsund pund, fyrir að komast til Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar