fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Pressan
Miðvikudaginn 27. nóvember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir í Bretlandi hefur verið dæmd í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir dómstól bresku krúnunnar í Chester fyrir skelfilega meðferð á ungri dóttur sinni. Í frétt Mail Online, sem fjallar um þetta skelfilega mál, kemur fram að konan hafi viljað halda barninu leyndu fyrir maka sínum og öðrum börnum sem voru á heimilinu.

Litla stúlkan var rétt tæplega þriggja ára þegar hún fannst og var það unnusti konunnar sem fann hana ofan í skúffu á heimilinu. Það gerðist þegar maðurinn kom heim einn morgun til að fara á klósettið eftir að unnusta hans og móðir stúlkunnar var farin til vinnu.

Fyrir dómstólum kom fram að stúlkan hafi verið mjög vannærð þegar hún fannst og ekki þekkt eigið nafn. Hún hafði aldrei farið út fyrir hússins dyr eða andað að sér fersku lofti og raunar litið út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst. Líklegt má telja að stúlkan muni glíma við talsverðar áskoranir þegar hún vex og þroskast.

Móðirin játaði sekt sína fyrir dómstólum og hlaut sem fyrr segir sjö og hálfs árs fangelsisdóm.

 Dómari í málinu var ómyrkur í máli þegar hann kvað upp dóminn og sagði að móðirin hefði svipt stúlkuna þeirri ást og umhyggju sem hún átti skilyrðislausan rétt á. „Afleiðingarnar fyrir stúlkuna voru skelfilegar, bæði líkamlega og andlega,“ sagði hann en bætti við að stúlkan væri nú „hægt og rólega“ að vakna til lífsins eftir að hafa verið í þessum hrikalegu aðstæðum fyrstu æviárin.

Í frétt Mail Online kemur fram að stúlkan hafi verið meira og minna geymd í skúffu undir rúmi á heimilinu og oftast fengið Weetabix, sem búið var að mauka og blanda saman við mjólk, að borða í gegnum sprautu. Var stúlkan skilin ein eftir í skúffunni þegar móðirin hélt til vinnu eða þegar hún fór út í öðrum erindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar