fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Myrti 14 vini sína með eitri – Dæmd til dauða

Pressan
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 22:00

Sararat Rangsiwuthaporn. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sararat Rangsiwuthaporn, 36 ára taílensk kona, var nýlega dæmd til dauða fyrir að hafa banað vinkonu sinni með eitri. Hún notaði blásýru við ódæðisverkið.

Dómstóll í Bangkok komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði eitrað fyrir efnaðri vinkonu sinni þegar þær voru saman á ferðalagi á síðasta ári. Hún setti blásýru í mat og drykk vinkonunnar.

Fjölskylda vinkonunnar trúði ekki að andlátið hefði borið að með eðlilegum hætti og krufning leiddi í ljós að blásýra var í líkama hennar. Sararat var handtekin þegar niðurstaða krufningarinnar lá fyrir.

Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að fleiri af vinum hennar höfðu látist á svipaðan hátt frá árinu 2015. Einn vina hennar lifði morðtilraunina af. BBC skýrir frá þessu.

Lögreglan segir að Sararat sé spilafíkill og hafi skuldað háar fjárhæðir vegna þess. Hún beindi spjótum sínum því að vinum sínum sem hún skuldaði peninga. Þegar hún hafði gert út af við fólkið, stal hún skartgripum þess og öðrum verðmætum.

Í apríl á síðasta ári fór hún í ferðalag með vinkonu sinni, hinni 32 ára Siriporn Khanwong. Þær fóru til héraðs vestan við Bangkok og tóku þátt í trúarathöfn við á þar. Daginn eftir hneig Siriporn örend niður eftir að hafa snætt með Sararat.

Lögreglan segir að Sararat hafi ekki gert neitt til að aðstoða vinkonu sína þegar hún lá lífvana á gólfinu. Eins og áður sagði, fundust leifar af blásýru í líki hennar og farsími hennar, peningar og taska voru horfin þegar komið var að henni.

Sararat neitaði að hafa orðið vinkonu sinni að bana.

Fyrrum eiginmaður hennar, sem er fyrrum lögreglumaður, og lögmaður hennar voru einnig ákærðir í málinu. Eiginmaðurinn fyrrverandi var dæmdur í 16 mánaða fangelsi og lögmaðurinn í tveggja ára fangelsi. Þeir voru fundnir sekir um að leyna sönnunargögnum til að aðstoða Sararat við að komast hjá því að verða ákærð. Lögreglan telur að eiginmaðurinn fyrrverandi hafi aðstoðað hana við eitra fyrir einum af fyrrum unnustum hennar. Hann þvertekur fyrir að hafa komið nálægt því.

Lögreglan telur að hún hafi myrt 14 vini sína og vinnur að rannsókn á þeim málum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst