fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Pressan
Mánudaginn 25. nóvember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínski boxarinn Wladimir Klitschko hefur sakað bandaríska hlaðvarpsstjórnandann Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri í nýlegum þætti hans þar sem málefni Úkraínu komu meðal annars til sögu.

Rogan heldur úti vinsælasta hlaðvarpsþætti heims, The Joe Rogan Experience, en í umræddum þætti sagði hann bandarísk og úkraínsk yfirvöld vinna að því leynt og ljóst að koma af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Er það einkum heimild sem Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti Úkraínumönnum á dögunum til að nota bandarískar eldflaugar í Rússlandi sem Joe Rogan er logandi hræddur við.

„Selenskíj segir að Pútín sé skíthræddur. Fo**aðu þér, maður. Fo**ið ykkur. Þið eruð að fara koma þriðju heimsstyrjöldinni af stað,“ sagði Rogan og hraunaði svo yfir Joe Biden.

Í myndbandi sem Klitschko birti á Twitter segir hann að Rogan sé að dreifa áróðri frá Rússum.

„Þú talar um að verið sé að senda þessi bandarísku vopn til Úkraínu og það muni leiða til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Þú ert að dreifa Rússaáróðri – Rússland Pútíns er í vanda. Þeir vilja hræða fólk eins og þig. Stríðið hans átti að taka þrjá daga en það hefur staðið yfir í þrjú ár, þökk sé fórnfýsi og hetjulegri baráttu Úkraínumanna.“

Bætti hann við að Rogan væri að nota eina vopnið sem Pútín raunverulega ætlar sér að nota: Áróður og það sé verkfæri sem getur grafið undan lýðræðinu.

Í lok myndbandsins bað Klitschko um að fá að mæta í þáttinn til hans til að útskýra málið betur. Joe Rogan hefur enn sem komið er ekki tjáð sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst