fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Marius Borg reyndi að eyða sönnunargögnum áður en hann var handtekinn

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 25. nóvember 2024 07:30

Marius Borg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marius Borg Høiby, fóstursonur Hákons Noregsprins, situr nú í gæsluvarðhaldi í Osló vegna rannsóknar fjölda mála. Hann er meðal annars grunaður um tvær nauðganir.

Samkvæmt fréttum VG og Aftonposten þá var hann með upptökur af báðum nauðgununum í farsíma sínum. Miðlarnir segja einnig að hann hafi reynt að eyða sönnunargögnum áður en lögreglan fyndi þau.

Lögreglan hefur staðfest að í kjölfar handtökunnar hafi hald verið lagt á síma Høiby og hafi þá fundist upptaka í honum sem varð til þess að nauðgun bættist við langan lista sakarefna á hendur honum. Hann var upphaflega handtekinn í síðustu viku vegna gruns um að hann hefði nauðgað ungri konu.

Þegar gæsluvarðhaldskrafan var tekin fyrir hjá dómstól í Osló sagði verjandi Høiby að ekki hefði verið um nauðgun að ræða, samþykki konunnar hafi legið fyrir.

Høiby neitar sök.

VG segir að lögreglan sé með tvær upptökur undir höndum sem sýni þessar meintu nauðganir og að lögregluna gruni að hann hafi reynt að eyða sönnunargögnum úr farsímanum sínum.

Aftonposten segir að honum hafi tekist að eyða einhverjum sönnunargögnum áður en hann var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst