fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Pressan
Föstudaginn 22. nóvember 2024 22:00

Frá New York. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn var hinn þrítugi Harun Abdul-Malik Yener handtekinn í New York af alríkislögreglunni FBI. Í samtölum við útsendara FBI hafði hann sagt frá skuggalegum fyrirætlunum sínum.

Sky News segir að Yener hafi haft í hyggju að sprengja sprengju inni á hlutabréfamarkaði borgarinnar, New York Stock Exchange.

FBI hóf rannsókn á málinu í febrúar eftir að ábending barst um að Yener væri með efni til sprengjugerðar í geymsluhúsnæði í New York.

Þegar leit var gerði í geymslunni fann lögreglan leiðbeiningar um sprengjugerð, mörg úr með tímastillum og ýmis rafeindatæki sem er hægt að nota til sprengjugerðar.

Yener sagði útsendurum FBI að hann ætlaði að sprengja sprengjuna vikuna fyrir þakkargjörðarhátíðina og að hlutabréfamarkaðurinn væri vænlegt skotmark. Með þessu myndi „fólk vakna“.

„Mér líður eins og Bin Laden,“ sagði hann við einn útsendara FBI.

Hann sagði útsendaranum einnig að sprengjan myndi „endurstilla“ bandarísku ríkisstjórnina, að þetta yrði eins og að lítil kjarnorkusprengja myndi springa. Allir í byggingunni myndu deyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst