fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingkonan Marjorie Taylor Greene er mikil stuðningskona Donald Trump og brást því ókvæða við þegar til umræðu kom að þingmenn repúblikana gætu farið gegn vilja Trump og neitað að skipa Matt Gaetz sem næsta dómsmálaráðherra.

Gaetz hefur verið til rannsóknar hjá siðanefnd þingsins í Flórída eftir ásakanir um mansal og kynlíf með táningsstúlku undir lögaldri. Taylor Greene fór þá óvenjulegu leið, til að reyna að þvinga aðra þingmenn flokks síns til hlýðni, að senda þeim hótun sem á sama tíma fól í sér viðurkenningu á því að ýmsir flokksmenn hafi verið sakaðir um kynferðisbrot.

„Til félaga minna úr repúblikanaflokknum á öldungarþingi og í fulltrúadeildinni. Ef við ætlum að birta skýrslu siðanefndar og ráðast þar með á einn af okkar mönnum sem Trump hefur skipað í embætti, þá skulum við birta ALLT svo almenningur Bandaríkjanna megi sjá.“

Þingkonan hélt áfram: „Já, allar skýrslurnar frá siðanefndunum þar með talið í máli sem ég lagði sjálf fram, allar ásakanirnar um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi sem voru gerðar upp í leyni með því að greiða brotaþolum með skattpeningum, öll skjölin úr máli Jeffrey Epstein, myndböndin, upptökurnar, vitnaskýrslur en ekki bara þær, það er meira. Epstein var ekki sá eini. Ef þið ætlið að bjóða upp í dans þá skulum við öll dansa í dagsbirtunni.“

Hún sagði að ef til þess kæmi þá myndi hún tryggja að allt sem hún nefndi yrði opinberað, en í þessu fólst sú hótun að ef repúblikanar kyssa ekki vöndinn, þá eigi þeir ekkert gott í vændum.

Almennt er talið að skýrslan um Gaetz sé svört og til þess fallin að rústa ferli hans. Hann hefur verið sakaður um að greiða tveimur konum, önnur þeirra 17 ára, fyrir kynlíf árið 2017. Eins er því haldið fram að hann hafi neytt fíkniefna á borð við alsælu. Þessar ásakanir urðu til tveggja ára rannsóknar af hálfu alríkislögreglunnar, FBI, en henni lauk án ákæru. En FBI mun þó einkum hafa kannað hvort Gaetz hefði stundað mansal.

Nánar má lesa um málið hjá The Guardian. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst