fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Pressan

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Pressan
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Abstrakt listaverk sem samanstendur af banana sem hefur verið festur á vegg með einangrunarlímbandi seldist nýlega á uppboði í New York fyrir 6,2 milljón Bandaríkjadala sem nemur um 885 milljón krónum.

Hæsta boðið kom frá frumkvöðli sem hefur grætt mikið á rafmyntum.

Verkið heitir „grínisti“ og er eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan. Verkið var frumsýnt árið 2019 í hátíðinni Art Basel Miami Beach. Gestir hátíðarinnar reyndu lengi að átta sig á því hvort að bananinn væri brandari eða ádeila á vafasama listsafnara. Á einum tímapunkti tók annar listamaður bananann af veggnum og borðaði hann.

Verkið vakti svo mikla athygli að það þurfti að fjarlægja það. Þrjár útgáfur þess seldust þó fyrir á bilinu 17-21 milljón samkvæmt listasafninu sem fór með umboð fyrir verkið á þeim tíma.

Nú fimm árum seinna hefur Justin Sun sem stofnaði rafmyntavettvanginn TRON borgað fjörutíufalt á við þá sem fyrst keyptu verkið. Þar sem bananinn er raunverulegur ávöxtur þá er ekki um varanlegt verk að ræða og því keypti Sun í raun vottorð um að hann hafi keypt verkið og hafi eftirleiðis heimild til að líma banana upp á vegg og kalla verkið „grínista“.

Justin Sun er hæstánægður með þennan rándýra banana sinn. Hann segir í yfirlýsingu að verkið tákni menningarlegt fyrirbæri sem sé brú milli heims listar, internet gríns og samfélag rafmynta. Hann hefur lofað því að á næstu dögum muni hann persónulega borða bananann og taka þar með þátt í þessum einstaka listgjörning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku

Stærsta lífvera jarðarinnar gæti hafa verið að stækka síðan fyrstu mennirnir yfirgáfu Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu

Með plastflöskur að vopni getur þú sparað og haldið húsinu heitu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál

Nágranninn átti sér skuggalegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar

Fræðsluyfirvöld í Texas samþykktu að námsskrá grunnskóla skuli vera á grunni Biblíunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun

Unnusta Conor McGregor hellir sér yfir konuna sem kærði hann fyrir nauðgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst

Geymdi dóttur sína í skúffu fyrstu þrjú árin – Leit út eins og sjö mánaða barn þegar hún fannst