fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Þetta segja vísindin um tilhneigingu okkar til að taka þátt í spillingu

Pressan
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 14:30

Mynd/Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig virkar spilling? Þetta er spurningin sem vísindin hafa reynt að svara um árabil. Samkvæmt fræðimönnum er spilling misbeiting valds fyrir eigin hagsmuni en spilling hefur jafnframt mörg andlit. Þar getur verið um að ræða mútur, fjárdrátt, fjárkúgun og svik. Það var á tíunda áratug síðustu aldar sem hagfræðingar byrjuðu að rannsaka þetta fyrirbæri út frá kenningunni um skynsamlegt val og út frá líkani um skynsamlega glæpi. Miðillinn El País birti á dögunum áhugaverða grein um rannsóknir á spillingu.

Undanfarin áratug hafa félagsvísindin velt ýmsu fyrir sér varðandi spillingu. Er til dæmis hægt að draga úr spillingu með því að herða viðurlög?

Ekki hvaðan þú kemur heldur hvar þú ert

Nils Kobis er prófessor við háskólann í Duisbur-Essen og hefur mikinn áhuga á spillingu. Hann heldur meðal annars úti hlaðvarpi sem er ætlað að berjast gegn spillingu en leitast líka við að dýpka skilning okkar á fyrirbærinu.

Hann hefur staðið fyrir nokkrum tilraunum til að skoða hvað hefur áhrif á spillingu. Svo sem með því að leiða saman tvo einstaklinga frá ólíkum löndum, annar vegar landi þar sem spilling er talin lítil og svo landi þar sem hún er talin meiri. Niðurstaðan af því var áhugaverð.

„Í spillingarfræðum er þessi hugmynd um að sum lönd séu spillt og sum séu það ekki. Til dæmis ef einhver frá Nýja Sjálandi, sem oft talið vera eitt þeirra samfélaga næst kemst því að vera laus tvið spillingu, ferðast til lands þar sem spilling er mikil – til dæmis til Sómalíu sem er oft neðst á sambærilegum ristum. Aðilinn frá Nýja Sjálandi ætti þar með að vera ónæmur fyrir spillingu og aldrei taka þátt í henni. Og öfugt, ef einhver frá Sómalíu kæmi til Nýja Sjálands þá myndi sá stöðugt reyna að brjóta reglurnar.“

Niðurstaðan var þó þvert á móti sú að aðilinn sem kom úr lítilli spillingu var tilbúinn að taka þátt í spillingu ef hann taldi sig vera í spilltu umhverfi. Þessi umhverfisþáttur hafði því meiri áhrif heldur en uppruni fólks eða persónuleiki. Þetta geti þó bent til þess að hægt sé að draga úr spillingu með því að bæta umhverfið.

Ekki alltaf augljóst hvern spilling skaðar

Hann framkvæmdi aðra tilraun í smábæ í Suður Afríku þar sem gögn bentu til að spilling væri á undanhaldi. Þar komst hann að því að með því að hengja upp plaköt þar sem íbúum var tilkynnt að spilling væri á undanhaldi og að verið væri að rannsaka fyrirbærið – þá vildi fólk síður taka þátt í spillingu. Um leið og plakötin voru tekin niður færðust aðstæður þó aftur í sama farið.

Svo ef fólkið trúði því að það væri minna um spillingu þá aðlagaði það sig að þeim raunveruleika og tók síður þátt í slíku.

Kobi segir að svo sé annar vandi við spillingu að það sé ekki alltaf augljóst hvern hún skaðar. Óáþreifanlegir þolendur geti til dæmis verið samfélagið sem heild en það sé of órætt hugtak til að fæla fólk frá spillingu.

„Þú hugsar, hvern er ég að skaða? Og Það er engin sektarkennd. Svo tilfinningar eru annar þáttur sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar. Ef ég upplifi sektarkennd fljótt þá er ég ekki eins líklegur til að taka þátt í spillingu. Svo þetta er í raun ekki að yfirlögðu ráði í öllum tilvikum. Stundum veldur ástríðan hvetjandi og stundum letjandi“

Fernandon Jiménez, prófessor við háskólann í Murcia segir að það þurfi að horfa á stofnanaumhverfið þegar spilling er rannsökuð.

„Lykillinn að spillingu er sá að bæta gæði ríkisvaldsins, Ef það er ekki gert þá eru allar tilraunir til að berjast gegn spillingu dæmdar til að mistakast.“

Þar með benda gögn til þess að spilling sé á vissan hátt smitandi. Hún er bundin við aðstæður og spilling líkleg til að ala af sér spillingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið