fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Telur að þessi fjögur Evrópuríki gætu verið næst á lista Pútíns

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 16:30

Pútín er bara hreinræktað illmenni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nicholas Drummond, breskur sérfræðingur á sviði hernaðar- og öryggismála, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti gæti gert fjögur Evrópuríki að skotmarki sínu þegar hann hefur lokið markmiðum sínum í Úkraínu.

Drummond, sem meðal annars hefur starfað sem ráðgjafi ríkja og stofnana, segir í viðtali við Daily Express að Pútín gangi um með þann draum að endurreisa rússneska heimsveldið.

Drummond telur að Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen – sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum – séu í þó nokkurri hættu. Það sama megi segja um Moldóvu og jafnvel ákveðin ríki í Afríku.

„Pútín er hættulegur náungi, mjög hættulegur náungi og hann vill að Rússland verði ofurveldi að nýju,“ segir hann og bætir við að hann hafi ekki sérstaklega miklar áhyggjur af Eystrasaltsríkjunum eins og staðan er núna.

„NATO er með viðveru í Eystrasaltsríkjunum og ef eitthvað myndi gerast þar myndi það virkja 5. grein bandalagsins,“ segir Drummond en hún kveður á um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll.

„Moldóva. Hann gæti reynt eitthvað þar. Hann gæti líka reynt að gera eitthvað í Afríku, ná yfirráðum yfir ákveðnum landsvæðum þar.“

Eins og sakir standa er öll einbeiting Pútíns á að ná sigri í Úkraínu og óttast margir hvað gerist í framhaldinu ef sigur vinnst þar. Yfirvöld í Moldvóu hafa til dæmis vakið athygli á því að Rússar gætu reynt að ná völdum í Transnistríu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám

Talíbanar banna konum að sækja ljósmóðurnám
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 5 dögum

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart

66 ára maður lifði mjög heilbrigðu lífi en lést skyndilega – Dánarorsökin kom mjög á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa