fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 04:30

Frá vettvangi. Skjáskot/KNBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega handtók lögreglan í Los Angeles karlmann sem hafðist við undir gólffjölunum heima hjá 93 ára konu. Maðurinn var nakinn þegar hann var handtekin en það gekk frekar brösuglega að handtaka hann.

Sky News skýrir frá þessu og segir að hringt hafi verið í lögregluna eftir að ættingjar gömlu konunnar heyrðu grunsamleg hljóð undir gólffjölunum heima hjá henni. Gamla konan hafði heyrt grunsamleg hljóð berast undan gólffjölunum vikum saman en taldi að það væru bara dýr á ferð.

Það tók lögregluna margar klukkustundir að ná manninum úr fylgsni sínu. Hann neitaði að yfirgefa það og lét það ekki á sig fá að lögreglan notaði hunda og piparúða til að reyna að ná honum út.

Barnabarn gömlu konunnar sagði í samtali við NBC News að maðurinn, sem er 27 ára og heitir Isaac Betancourt, hafi ekki látið hundana né piparúðann hafa áhrif á sig.

Lögreglunni tókst að lokum að ná honum úr fylgsninu með því að beita táragasi.

Hvað varðar hljóðin sagði barnabarn gömlu konunnar að þau hafi líkst því að einhver væri að banka.

Fjölskylduna grunar að Betancourt hafi jafnvel „búið“ undir húsinu í sex mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið