fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Costco neyddist til að farga 40 þúsund kg af smjöri – Ástæðan er heimskuleg

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunarrisinn Costco neyddist til að taka næstum 40 þúsund kíló af smjöri úr sölu vegna þess að í innihaldslýsingu vörunnar var ekki minnst á að smjörið inniheldur mjólk.

New York Post greinir frá því að Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hafi sent frá sér innköllun fyrir 79.200 pund (35924 kg) af Kirkland Signature smjöri vegna ótilgreinds ofnæmisvaka í október. Pakkningar fyrir bæði saltaða og ósaltaða Kirkland Signature Sweet Cream Butter innihalda rjóma sem innihaldsefni, en innihalda ekki ofnæmisviðvörun um að smjörið „inniheldur mjólk“.

Netverjar hafa klórað sér í kollinum yfir þessari innköllun og algengasta athugasemdin er jafnframt sú einfaldasta: „Þetta er smjör.“

„80.000 pund af Costco smjöri var bara innkallað, vegna þess að á miðanum stendur ekki að það innihaldi mjólk. Það er smjör. Fréttir leiðbeina fólki um hvernig það geti skilað smjörinu eða fargað því á öruggan hátt. Þetta er smjör,“ skrifaði einn karlmaður.

Annar skrifaði í gríni: „Getið þið vinsamlegast fargað því á öruggan hátt heima hjá mér? Ég á eftir að baka mikið fyrir hátíðirnar.“

„Ef þú þarft ríkið til að segja þér að smjör sé mjólkurvara, þá get ég ekki hjálpað þér. Guð, ég hata ríkið.“

Í innkölluninni er bent á að mjólk sé ein helsta fæðutegundin sem „er orsakavaldur fyrir alvarlegustu ofnæmisviðbrögðum í Bandaríkjunum“.

Margir netverjar gagnrýna Costco fyrir matarsóunina og benda á að í stað þess að farga vörunni hefði mátt útbúa límiða með réttri merkingu og líma á vöruna. 

Ekki kom fram í innkölluninni hvort einhver hefði veikst eða fengið aukaverkanir af smjörinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið