fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Pressan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 06:29

Santo Espíritu del Monte. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að maður, sem myrti munk í klaustri í bænum Gilet, sem er nærri Valencia á Spáni, á laugardaginn sé í felum í fjöllum þar nærri. Maðurinn réðst einnig á presta og særðust þrír en fjórir sluppu ómeiddir.

Hún átti sér stað í klaustrinu Santo Espíritu del Monte. Það er umkringt fjöllum og telur lögreglan að morðinginn feli sig þar. Ekki er vitað hver hann er.

Talsmaður erkibiskupsdæmisins í Valencia sagði að árásarmaðurinn hafi brotist inn í klaustrið á laugardagsmorgun og hafi lagt leið sína í herbergi munksins og presta. Þar réðst hann á þá.

Sá látni var 76 ára og þeir særðu eru 57, 66 og 95 ára.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvaða ástæða gæti legið að baki ódæðisverkinu og ekki hefur fengist uppgefið hvort hann beitti vopni við árásirnar.

Las Provincias hefur eftir vitnum að morðinginn sé miðaldra maður og að hann hafi sagst gera þetta í „guðs nafni“. Lögreglan hefur ekki staðfest þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Fyrir 2 dögum

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið