fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Bjóst ekki við þessu þegar hún opnaði sendingu frá Shein – Fór beint á slysadeild

Pressan
Mánudaginn 11. nóvember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu of fimm ára kona í Þýskalandi fékk heldur meira en hún bað um þegar hún pantaði sér kjól, skó og eldhúsvog hjá kínverska netrisanum Shein í lok október.

Þegar hún opnaði sendinguna og stakk höndinni ofan í pokann fann hún skyndilega að eitthvað virtist stinga hana í fingurinn. Þegar hún gáði hvað væri eiginlega í gangi brá henni mikið enda reyndist vera sprelllifandi sporðdreki ofan í pokanum. Þýska blaðið Bild greinir frá þessu.

Það varð konunni ef til vill til happs að hún vissi nákvæmlega hvað hún átti að gera í þessum aðstæðum, en þessi tiltekna tegund sporðdreka er eitruð og getur eitrið haft mjög skaðleg, jafnvel banvæn áhrif,

„Í heimalandi mínu, Sýrlandi, hafði ég lært að til að koma í veg fyrir alvarleg áhrif væri sniðugt að skera í fingurinn rétt við stunguna til að hleypa eitrinu út.“

Konan fékk nágranna sinn til að hringja eftir sjúkrabíl og var hún flutt á slysadeild. Fingurinn – og höndin öll raunar – var orðinn mjög bólginn þegar þangað var komið.

Konan var undir eftirliti á sjúkrahúsi í tæpan sólarhring og fékk að fara heim til sín eftir að læknar höfðu gengið úr skugga um að eitrið hefði ekki haft skaðleg áhrif á líffæri hennar, svo sem nýru, lifur og hjarta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið