fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Trump yngri sendir Zelenskí eitraða pillu – „Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump yngri sendi forseta Úkraínu, Volodymyr Zelenskí eitraða pillu á samfélagsmiðlum um helgina.

Hann deildi myndbandi af föður sínum, Donald Trump, við hlið Zelenskís ásamt textanum: „Sjónarhorn: Þú ert 38 dögum frá því að missa vasapeninginn“

Í reynd skrifaði Trump ekki færsluna sjálfur heldur var það fyrrum varaforsetaefni repúblikana, Sarah Palin, sem birti færsluna fyrst, og Trump yngri deildi henni þaðan.

Það er ekkert leyndarmál að Trump eldri telur að Bandaríkin hafi eytt alltof miklum peningum í að aðstoða Úkraínu. Almennt er talið líklegt að þegar hann tekur við embætti í janúar þá muni ekki líða á löngu áður en Bandaríkin skrúfi fyrir aðstoðina.

Trump lofaði því þó ítrekað í kosningabaráttu sinni að stuðla til friðar milli Úkraínu og Rússlands, og það fljótlega eftir að hann tæki við embætti. Hann vill meina það að Rússland hefði aldrei ráðist inn í Úkraínu hefði Trump verið kjörinn árið 2020. Líklega mun Trump leggja til að Úkraína afsali sér þeim landsvæðum sem Rússland hefur hernumið, þá einkum Krímskaganum, og eins leggja til að Úkraína hætti öllu daðri við Nató og lýsi yfir hlutleysi. Þessi skilyrði eru ekki ýkja ólík þeim sem Rússlandsforseti, Vladimir Pútín, hefur sjálfur lagt til.

Trump virðist ekki bera mikla virðingu fyrir Úkraínuforseta en hann sagði á kosningafundi í september: „Ég held að Zelenskí sé besti sölumaður sögunnar – í hvert sinn sem hann. kemur hingað til lands labbar hann í burtu með 60 milljarða dollara.“

Joe Biden situr áfram sem forseti fram í janúar og er nú talið að hann muni nota þann tíma til að senda eins mikinn til stuðning til Úkraínu og hann mögulega getur til að styrkja stöðu Úkraínu er Trump tekur við völdum.

TheDailyBeast greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið