fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 15:30

Einstakur bíll með raðnúmerið 000001.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti bíllinn sem framleiddur var í Póllandi eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk kom fyrir sjónir almennings á dögunum. Um er að ræða einstakan safngrip sem ber raðnúmerið 000001 og var sá fyrsti sem kom úr FSO-verksmiðjunni í Varsjá þann 6. nóvember 1951.

AP segir frá því að leit að bílnum hafi staðið yfir áratugum saman en hann fannst loksins í Finnlandi. Samningaviðræður um að fá bílinn aftur til Póllands tóku nokkur ár en hann er nú loksins kominn fyrir sjónir almennings á safni í bænum Otrebusy.

Bíllinn sem um ræðir er 1951 árgerð af Warszawa M-20 og var fyrsti eigandi hans Konstantin Rokossovsky, varnarmálaráðherra Póllands. Sem kunnugt er var Pólland hluti af Austurblokkinni svokölluðu eftir seinna stríð en Konstantin var háttsettur herforingi í sovéska rauða hernum þegar síðari heimsstyrjöldin stóð yfir.

Forsvarsmenn FSO reyndu að fá bílinn aftur til sín á áttunda áratug síðustu aldar og buðu hverjum þeim sem gæti komið honum til fyrirtækisins splunkunýjan bíl í staðinn. Enginn gaf sig fram þó að þetta hefði verið á tíma þar sem ökutækjaeign var ekki mjög almenn og bílar í raun lúxusgripir.

Bíllinn fannst svo í Finnlandi í eigu fjölskyldu finnska ökuþórsins Rauno Aaltonen og tók það um tvö ár að ná samningum við fjölskylduna um kaup á bílnum. Það hafðist að lokum og er bíllinn kominn aftur til Póllands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið