fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Gerði líf kærastans að algjöru helvíti eftir að hann hélt fram hjá henni

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 20:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 ára kona er nú fyrir dómi í Austurríki vegna gruns um tvær morðtilraunir og rangar sakargiftir gegn fyrrverandi kærasta sínum. Óhætt er að segja að konan hafi verið einbeitt í vilja sínum við að ná fram hefndum.

Í frétt austurríska miðilsins Heute kemur fram að konan hafi starfað sem bakari í bænum Korneuburg síðustu ár.

Allt ætlaði um koll að keyra árið 2022 þegar hún komst að því að kærasti hennar, 42 ára, hefði haldið fram hjá henni með annarri konu í bænum, en svo vildi til að hún var einnig bakari.

Konan er ákærð fyrir að hafa byrlað fyrrverandi kærasta sínum ólyfjan skömmu eftir að hún komst að framhjáhaldinu. Blandaði hún drykk fyrir hann í gleðskap sem innihélt stórhættulega blöndu metanóls og sveppa. Veiktist fyrrverandi kærastinn alvarlega og er hann með afar takmarkaða sjón sem dæmi.

Konan lét ekki þar við sitja heldur gaf hún kærastanum fyrrverandi bollakökur sem innihéldu talsvert magn sterkra verkjalyfja. Eftir að hann sofnaði djúpum svefni skar hún hann á púls og virðist hafa ætlað að sviðsetja sjálfsvíg. Það er skemmst frá því að segja að konunni tókst ekki ætlunarverk sitt.

Eftir að hafa mistekist tvisvar að verða kærastanum fyrrverandi að bana tók hún upp nýja aðferð. Hún fór til lögreglu og kærði hann fyrir svívirðilegt ofbeldi og fékk meira að segja dóttur sína til að styðja við framburð sinn og ljúga í skýrslutöku hjá lögreglu. Kærastinn var handtekinn og var hann í fangelsi í nokkrar vikur áður en lögregla komst að því að allt væri þetta uppspuni frá rótum.

Réttarhöldin yfir konunni hófust í vikunni og á hún margra ára fangelsi yfir höfði sér verði hún fundin sek.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Í gær

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið