fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Pressan

Demókratar á yfirsnúning við að finna sökudólg – Spjótin beinast að Biden og rétttrúnaði

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demókratar í Bandaríkjunum sleikja nú sárin eftir stórsigur Donald Trump í forsetakosningunum. Margir upplifa þetta sem reiðarslag, algjöra falleinkunn og leita nú að sökudólg eða sannfærandi skýringu á því hvers vegna fór sem fór.

Fyrrum forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, bendir á Joe Biden forseta. Þetta sé honum að kenna.

„Hefði forsetinn stigið til hliðar fyrr þá hefðu við getað fengið aðra frambjóðendur að borðinu,“ sagði Pelosi í samtali við The New York Times. „Væntingarnar voru þær að ef forsetinn stigi til hliðar þá færi fram opið prófkjör.“

Pelosi var ein þeirra sem leiddu baráttuna fyrir því að fá Biden til hætta við framboð. Það gekk þó hægt og þegar Biden tók loks ákvörðun þá voru fáir aðrir valkostir í stöðunni en að tefla fram varaforsetanum, Kamala Harris. Jafnvel ef tekin hefði verið ákvörðun um prófkjör, þó tíminn væri naumur, þá varð það útilokað eftir að Biden lýsti strax yfir stuðningi við Harris.

Pelosi tekur fram að líklega hefði Harris staðið sig vel í slíku kjöri, og það hefði styrkt umboð hennar til muna. Það sé þó ómögulegt að fullyrða nokkuð um það.

„Við þurfum nú að lifa með afleiðingunum. Og þar sem forsetinn lýsti strax við stuðningi við Kamala Harris þá var eiginlega ómögulegt að efna til prófkjörs á þeim tíma, ef það hefði gerst fyrr þá hefði staðan verið önnur.“

Pelosi segir við Politico að Biden hefði átt að stíga mun fyrr til hliðar.

„Við héldum úti eins öflugri kosningabaráttu og við gátum, í ljósi þess að Joe Biden var forseti,“ sagði ónefndur aðstoðarmaður við miðilinn. „Joe Biden einn ber ábyrgð á því að Kamala Harris tapaði.“

Annar fyrrum aðstoðarmaður Biden segir þetta þó rangt en hann sagði við fjölmiðla að Harris sé nú að afsaka sig. „Hvernig eyðiru milljarði án þess að vinna?“

Tom Suozzi, þingmaður demókrata í New York, er þó ósammála. Hann segir að stefnumál demókrata hafi fælt kjósendur frá, enda séu allir komnir með nóg af pólitískum rétttrúnaði. Demókratar hafi átt erfitt með að verjast árásum Repúblikana sem vörðuðu umdeild stefnumál, svo sem varðandi trans fólk, varðandi að draga úr fjárveitingum til lögreglu og svo almennt með árásum á gildismat demókrata sem væru ekki nógu „hefðbundið“.

Annar þingmaður demókrata í New York, Ritchie Torres segir að öfga vinstrinu sé um að kenna. Öfgafólk innan demókrata hafi fælt kjósendur frá með misheppnuðu ákalli til minnihlutahópa.

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem gaf kost á sér sem forsetaefni demókrata 2016 og 2020 en situr nú óháður á þingi, segir að demókratar hafi misst sjónar á markinu. Þeir hafi talað fyrir óbreyttu ástandi á meðan kjósendur kölluðu eftir breytingum.

BBC greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vuk í Fram
Pressan
Í gær

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi

17 látnir eftir að hafa drukkið ólöglegt áfengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“

Segir að Filippus drottningarmaður hafi haldið framhjá Elísabetu „allt sitt líf“
Pressan
Fyrir 3 dögum

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hremmingar jólageitarinnar

Hremmingar jólageitarinnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa

Fíkniefnasalinn skreið inn í fataskáp í von um að sleppa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið

Virtur ljósmyndari lenti í ótrúlegri uppákomu á flugvelli – Sjáðu myndbandið