fbpx
Laugardagur 07.desember 2024
Pressan

Lýsir sjö árum í helvíti: Er þetta einn versti pabbi sögunnar?

Pressan
Föstudaginn 1. nóvember 2024 15:30

Charlene Masterson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki löngu eftir að Charlene Masterson fagnaði átján ára afmæli sínu árið 2007 bárust henni óhugnanleg skilaboð þar sem henni var hótað að mjög svo viðkvæmum upplýsingum um hana yrði dreift til aðstandenda hennar.

Sendandi skilaboðanna sagði að Charlene þyrfti að veita honum ýmsa „kynferðislega greiða“ til að koma í veg fyrir að upplýsingunum yrði lekið. Ef hún gerði það ekki myndi faðir hennar einnig missa vinnuna hjá ónefndu flugfélagi í Dublin þar sem fjölskyldan bjó.

Charlene sagði sögu sína í hlaðvarpsþættinum The Indo Daily á dögunum.

Í viðtalinu sagði Charlene að hún hafi ekki áttað sig á því hvað hún átti að hafa gert og hvaða upplýsingar væru svo viðkvæmar að þær mættu ekki líta dagsins ljós.

„Í svona aðstæðum er manneskjan sem maður leitar til foreldri svo ég leitaði til pabba og spurði hann ráða. Hann sagði við mig: „Þú verður að gera þetta“ sem voru ekki viðbrögðin sem ég bjóst við,“ sagði hún.

Ónefndi maðurinn lýsti því í skilaboðunum að hann myndi mæta heim til hennar og til að ekki yrðu borin kennsl á hann þyrfti hún að bíða eftir honum inni í herberginu sínu með bundið fyrir augun og með tónlist í eyrunum. Charlene sá ekki annan kost í stöðunni en að gera þetta.

„Ég man vel eftir þessu. Ég klæddi mig í þau föt sem sendandinn lagði til og svo stóð pabbi í glugganum og sagði: Hann er að koma.“

Þetta stóð yfir reglulega í um sjö ár, eða allt þar til að sannleikurinn komst upp á yfirborðið. Charlene var aðstoða ömmu sína við að setja upp forrit í tölvunni hennar þegar hún fann DVD-disk með upptökum af brotunum.

„Ég þurfti ekki að horfa á meira en 10 sekúndur. Þegar hann kom heim var ég enn að fá skilaboð send og ég svaraði á þá leið að ég vissi að þetta væri hann. Hann öskraði og spurði hvernig mér dytti það í hug. Eftir þetta fékk ég ekki fleiri skilaboð,“ segir hún en bætir við að ekki hafi betra tekið við. Faðir hennar hafi byrjað að káfa á henni og nauðga henni reglulega.

Charlene var 25 ára þegar hún gat loksins opnað sig um brot föður síns. Málið fór sína leið í írsku réttarkerfi og fór svo að lokum að faðir hennar, David Masterson, var dæmdur í 17 ára fangelsi. Hann játaði sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sprengdu refsirammann í fíkniefnamáli

Sprengdu refsirammann í fíkniefnamáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi

Allt að 143 látnir í Kongó eftir dularfull veikindi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“

Neyðarlínusímtal lýsir skelfilegum aðstæðum 7 ára stúlku – „Ég vil ekki fara til himna pabbi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur

Fékk slétt Marssúkkulaði – Fær bætur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“

Verðandi yfirmaður bandarískra leyniþjónustustofnana ólst upp í „leyndardómsfullum söfnuði“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar

Þetta eru krabbameinseinkenni sem þú getur uppgötvað þegar þú burstar tennurnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu oft á að þvo fötin sín?

Hversu oft á að þvo fötin sín?