fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Pressan

Elon Musk sagður hafa átt leynileg samtöl við Vladímír Pútín

Pressan
Fimmtudaginn 31. október 2024 07:00

Elon Musk er sagður hafa rætt reglulega við Pútín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, sem er ríkasti maður heims, er sagður hafa rætt reglulega við Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, síðan í árslok 2022.

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Ef þetta er rétt má segja að eplið falli ekki langt frá eikinni því samkvæmt því sem stjörnublaðamaðurinn Bob Woodward segir, þá hefur Donald Trump, sem Musk styður heilshugar til embættis forseta, einnig rætt reglulega við Pútín.

Wall Street Journal byggir frétt sína á upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum. Tveir af heimildarmönnunum segja að Pútín hafi beðið Musk um að slökkva á Starlink gervihnattakerfinu yfir Taívan í greiðaskyni við Kínverja sem líta á Taívan sem hluta af Kína.

Musk á Starlink í gegnum geimfyrirtækið sitt SpaceX og hann ræður öllu um hvert gervihnöttunum er beint. Hann hefur áður sætt gagnrýni fyrir þessi völd sín yfir þeim, sérstaklega í tengslum við stríðið í Úkraínu.

Í vor sagði Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, að Starlink gervihnettirnir væru notaðir af rússneskum hermönnum til fjarskipta.

Musk var harðlega gagnrýndur á síðasta ári þegar hann neitað að verða við beiðni Úkraínumanna um að kveikja á þeim svo þeir gætu notað þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fylgdarkonan í neðanjarðarbyrginu – Þolandi hins sænska Josef Fritzl stígur fram og lýsir martröðinni

Fylgdarkonan í neðanjarðarbyrginu – Þolandi hins sænska Josef Fritzl stígur fram og lýsir martröðinni
Pressan
Í gær

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri

Vegfarendur töldu að um hrekkjavökuskreytingu væri að ræða – Sannleikurinn reyndist mun skelfilegri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“

„Hlaupið inn í skiptiherbergið, það er svolítið hryllilegt að gerast þar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?