Metro segir að Boone hafi verið handtekin fyrir rúmum fjórum árum í kjölfar andláts Jorge Torres í Winter Park í Flórída.
Þau voru að sögn Boone í feluleik á heimili þeirra í febrúar 2023. Skyndilega datt þeim í hug að það gæti verið fyndið ef Torres færi ofan í ferðatösku.
Hún lokaði ferðatöskunni og fór síðan að sofa að eigin sögn en þau höfðu bæði neytt áfengis. Hún sagðist hafa talið að Torres kæmist af sjálfsdáðum úr töskunni.
Þegar hún vaknaði næsta morgun fann hún Torres ekki og mundi þá skyndilega að hann var í ferðatöskunni þegar hún fór að sofa. Hún sagðist hafa opnað hana en Torres hafi ekki sýnt nein viðbrögð.
Hún var ákærð fyrir morð eftir að upptökur fundust í síma hennar sem sýndu Torres öskra úr ferðatöskunni. Hann öskraði að hann næði ekki andanum og kallaði ítrekað á Boone.
Hún sagði að í ljósi ofbeldisfullra samskipta þeirra hafi hún óttast að hann myndi valda henni líkamstjóni og að það hafi verið sjálfsvörn að hún hafði hann í ferðatöskunni.
Boone á ævilangt fangelsi yfir höfði sér.