Þegar þangað er komið mun geimfarið eyða næstum fjórum árum í rannsóknir á ísilögðum tunglum gasrisans.
Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að allt frá því að Galileo geimfarið flaug fram hjá ístunglum Júpíters árið 1989 hafi vísindamenn haft mikinn áhuga á þeim og þá aðallega hvort líf sé að finna á þeim.
Galileo fann skýr merki um að yfirborð Ganymede, Calisto og Evrópu séu frosin. Undir yfirborðinu leynast líklega risastór vötn.
Stjarneðlisfræðingar telja að þar sem vatn er að finna, þar séu líkur á að finna líf.
Á Evrópu gæti verið vatn eða haf sem er það stærsta í sólkerfinu. Það er allt að 160 km djúpt og inniheldur tvöfalt meira vatn en öll höf jarðarinnar til samans. Það er því engin furða að vísindamenn telji þetta vænlegasta kostinn til að leita að lífi.
Europa Clipper mun nota níu mælitæki til að rannsaka yfirborð tunglanna, við rannsóknir á lofthjúp þeirra, mæla þykkt íssins, staðfesta að vatn sé að finna á þeim og reyna að mæla dýpt þeirra og saltinnihald.