fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Móðir gaf aldrei upp vonina eftir að sonur hennar hvarf í þjóðgarði – Síðan gerðist kraftaverkið

Pressan
Laugardaginn 26. október 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Schock ákvað að gera sér glaðan dag þann 31. júlí og skellti sér út að hlaupa með hundinn sinn. Hann ákvað að njóta fegurðarinnar í þjóðgarðinum North Cascades í Washington og hlaupa þar um 32 kílómetra áður en hann færi heim. Hann hafði skipulagt hlaupið vel og til að vera léttari á fæti tók hann lítið af búnaði með sér.

En hlaupið átti eftir að breytast í martröð, en Schock skilaði sér ekki heim um kvöldið.

Fimm dögum síðar, þann 4. ágúst, fékk móðir hans símtal sem engin móðir vill fá. Hundur sonar hennar hafði fundist í garðinum en engin merki fundust um son hennar. Móðir hans hafði ekki hugmynd um að sonur hennar væri týndur. Degi síðar hófst formleg leit að honum og lögregla fann fljótt bílinn hans og komst að því að honum hafði verið lagt við þjóðgarðinn þann 31. júlí. Þetta leit ekki vel út, enda ekkert spurst til Schock í tæpa viku.

Móðir hans sagði við People:

„Það að Rob skildi bílinn sinn eftir, með eina rúðuna hálf opna, og veskið sitt í bílnum, það lét lögregluna halda að Rob hafi farið út í villta náttúruna og hafi ekki ætlað sér að snúa aftur. Ég vissi þó að sú væri ekki raunin. Ég hugsaði aldrei að hann hefði farið sér að voða þrátt fyrir að allt benti til þess.“

Og þetta innsæi móðurinnar reyndist rétt. Schocks var ekki dáinn, en með degi hverjum komst hann þó nær því.

Það sem hafði gerst var að Schock villtist. Kortið sem hann hafði kynnt sér var úrelt og eftir að hann hóf hlaupið þá hvarf skyndilega vegurinn sem hann ætlaði að fylgja. Hann endaði því villtur og degi síðar varð síminn hans rafmagnslaus. Á þriðja degi taldi Schock að þetta myndi ekki enda vel fyrir hann og því bað hann hundinn sinn Freddy um að forða sér.

Dagarnir liðu áfram og hlaupagarpurinn beið eftir dauðanum. Styrkur hans og líf var að fjara út.  Tæpum mánuði eftir að hann týndist, þann 30. ágúst missti hann stjórn á þörmum sínum og upplifði að þetta væru endalokin. Hann fann að hann myndi ekki lifa til morguns og ákvað að nota síðustu krafta sína í eitt örvæntingaröskur.

Þetta öskur varð honum til bjargar, en þjóðgarðsverðir heyrðu í honum. Schocks var þarna illa fyrir kallaður, og nakinn. Hann var þá fluttur á sjúkrahús þar sem hann fékk næringu í æð og gat loks hvílt sig. Hann þurfti að verja um mánuði á sjúkrahúsi til að jafna sig. En hann er lifandi og segist þakklátur fyrir lífið, þó að þessi reynsla hafi líklega valdið því að líkamleg heilsa hans er nú töluvert verri en hún var. Hann mun þó ekki treysta sér aftur í þjóðgarðinn neitt á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri

Mikil leit að manni sem myrti munk og særði þrjá presta í spænsku klaustri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður

Morgan var rænt 6 ára – Fjölskyldan beið 30 ár eftir svörum en enginn verður ákærður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi

Martröð á hrekkjavöku – Hjón myrtu hvort annað á meðan 11 ára sonur þeirra spilaði tölvuleiki í næsta herbergi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi efni eru ótrúlega áhrifarík til að halda köngulóm fjarri

Þessi efni eru ótrúlega áhrifarík til að halda köngulóm fjarri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“

Sjónvarpsmaðurinn segir demókrötum að þess vegna hafi þeir tapað – „lítið í spegil“