fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Leiðtogi Repúblikana hefur misst „lystina“ á Úkraínu

Pressan
Fimmtudaginn 17. október 2024 06:30

Mike Johnson. Mynd:Flickr/Gage Skidmore

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með ummælum sínum hefur Mike Johnson, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, fastsett stefnu sína hvað varðar stríðið í Úkraínu. Það gerir hann þrátt fyrir að viðurkenna að ákveðinn og mikilvægur þáttur sé enn óráðinn.

Með ummælum sínum tekur Johnson sér stöðu með Donald Trump hvað varðar stríðið í Úkraínu og það þótt hann viti ekki alveg hvað það felur í sér.

Ummæli Johnson voru stutt en innihalda um leið afstöðu hans til þess sem er hinn afgerandi þáttur: Peningar.

„Ég hef ekki lyst á að veita meira fé til Úkraínu og ég vona að það verði ekki nauðsynlegt. Ef Trump sigrar, þá held ég að hann muni binda enda á þetta stríð. Ég held að hann muni hringja í Pútín og segja að nú sé nóg komið. Ég held að allir í heiminum séu þreyttir á þessu og vilji að þetta leysist. Ég er ekki viss um hver skilyrðin eru en ég held að ef Kamala verður forseti, þá ljúki þessu ekki og það er örvæntingarfull og hættuleg sviðsmynd,“ sagði hann í samtali við Punchbowl News.

Trump hefur ítrekað sagt að hann geti bundið enda á stríðið í Úkraínu nánast um leið og hann taki við sem forseti. Hann fundaði með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í lok september og sagði við það tækifæri að samband hans við Zelenskyy og Pútín sé gott og að það muni skipta máli þegar kemur að því að ljúka stríðinu með „sanngjörnum samningi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi