Með ummælum sínum tekur Johnson sér stöðu með Donald Trump hvað varðar stríðið í Úkraínu og það þótt hann viti ekki alveg hvað það felur í sér.
Ummæli Johnson voru stutt en innihalda um leið afstöðu hans til þess sem er hinn afgerandi þáttur: Peningar.
„Ég hef ekki lyst á að veita meira fé til Úkraínu og ég vona að það verði ekki nauðsynlegt. Ef Trump sigrar, þá held ég að hann muni binda enda á þetta stríð. Ég held að hann muni hringja í Pútín og segja að nú sé nóg komið. Ég held að allir í heiminum séu þreyttir á þessu og vilji að þetta leysist. Ég er ekki viss um hver skilyrðin eru en ég held að ef Kamala verður forseti, þá ljúki þessu ekki og það er örvæntingarfull og hættuleg sviðsmynd,“ sagði hann í samtali við Punchbowl News.
Trump hefur ítrekað sagt að hann geti bundið enda á stríðið í Úkraínu nánast um leið og hann taki við sem forseti. Hann fundaði með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í lok september og sagði við það tækifæri að samband hans við Zelenskyy og Pútín sé gott og að það muni skipta máli þegar kemur að því að ljúka stríðinu með „sanngjörnum samningi“.