„Ég hélt að þetta væri leikfang en svo hreyfðist þetta,“ sagði Sofia í samtali við BBC.
Það sem hún sá í pakkanum var lifandi sporðdreki sem birtist skyndilega þegar hún ætlaði að taka skó úr umbúðunum.
„Ég opnaði ytri hluta umbúðanna og sá eitthvað hreyfast og hugsaði: „Hvað er þetta?“ Ég hélt að mig væri að dreyma. Ég á ekki í erfiðleikum með að glíma við köngulær og svoleiðis en það var óhugnanlegt að vera í sama herbergi og sporðdreki,“ sagði hún.
Með aðstoð meðleigjenda sinna tókst henni að fanga sporðdrekann og setja í kassa sem hann komst ekki úr. Honum var gefið vatn og síðan var haft samband við National Centre for Reptile Welfare, sem eru samtök sem beina sjónum sínum að velferð skriðdýra. Þau sendu mann heim til Sofia til að sækja sporðdrekann.
Talsmaður samtakanna, Chris Newman, sagði í samtali við BBC að atburðir af þessu tagi gerist frekar oft. „Það er töluvert áhyggjuefni að þetta er annað tilfellið á tæpum mánuði,“ sagði hann.
Hvað varðar sporðdrekann, þá sagði hann að hann sé af tegundinni Olivierus martensii og sé kínverskur. Bit hans geti verið lífshættuleg fyrir börn og viðkvæmt fólk en heilsuhraust fullorðinn manneskja muni „bara eiga mjög slæman dag“.