fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Brá mikið þegar hún sá hvað var í fatapakkanum

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 05:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofia Alonso-Mossinger, sem stundar nám við University of Bristol í Englandi, brá mjög í brún nýlega þegar hún opnaði sendingu frá netversluninni Shein en það er kínversk netverslun sem nýtur mikilla vinsælda víða í Evrópu.

„Ég hélt að þetta væri leikfang en svo hreyfðist þetta,“ sagði Sofia í samtali við BBC.

Það sem hún sá í pakkanum var lifandi sporðdreki sem birtist skyndilega þegar hún ætlaði að taka skó úr umbúðunum.

„Ég opnaði ytri hluta umbúðanna og sá eitthvað hreyfast og hugsaði: „Hvað er þetta?“ Ég hélt að mig væri að dreyma. Ég á ekki í erfiðleikum með að glíma við köngulær og svoleiðis en það var óhugnanlegt að vera í sama herbergi og sporðdreki,“ sagði hún.

Með aðstoð meðleigjenda sinna tókst henni að fanga sporðdrekann og setja í kassa sem hann komst ekki úr. Honum var gefið vatn og síðan var haft samband við National Centre for Reptile Welfare, sem eru samtök sem beina sjónum sínum að velferð skriðdýra. Þau sendu mann heim til Sofia til að sækja sporðdrekann.

Talsmaður samtakanna, Chris Newman, sagði í samtali við BBC að atburðir af þessu tagi gerist frekar oft. „Það er töluvert áhyggjuefni að þetta er annað tilfellið á tæpum mánuði,“ sagði hann.

Hvað varðar sporðdrekann, þá sagði hann að hann sé af tegundinni Olivierus martensii og sé kínverskur. Bit hans geti verið lífshættuleg fyrir börn og viðkvæmt fólk en heilsuhraust fullorðinn manneskja muni „bara eiga mjög slæman dag“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“