fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Borðaði rúmlega 700 egg á einum mánuði – Ætlaði að sýna fram á ákveðið atriði

Pressan
Föstudaginn 11. október 2024 07:30

Það er hægt að nota eggjavatnið í garðinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nick Norwitz, sem er að ljúka doktorsnámi við læknadeild Harvard háskóla, setti sér það markmið nýlega að borða eitt egg fyrir hverja klukkustund sólarhringsins, eða 24 egg á dag.

Hann skýrir frá þessu í myndbandi sem hann birti á YouTube. Þar segist hann hafa borðað 24 egg á sólarhring í heilan mánuð. Þau voru ýmist soðin, spæld, í eggjaköku eða öðru formi. Í heildina borðaði hann 720 egg sem innihéldu 133.200 mg af kólesteróli.

Í umfjöllun Cibum kemur fram að markmið hans með þessari miklu eggjaneyslu hafi verið að sýna fram á að öfgaboðskapur, sem er á sveimi á samfélagsmiðlum, eigi ekki við rök að styðjast.

Hann segist hafa séð fyrir að magn „slæms kólesteróls“ í líkama hans myndi ekki hækka á þessum mánuði. Á fyrstu vikunni lækkaði það um 2%. Þá byrjaði hann að borða 60 grömm af kolvetnum á dag og við lok mánaðarins hafði kólesterólmagnið lækkað um 20%.

Hvað varðar kolvetnaneysluna þá var hún í formi ávaxta, til dæmis banana, bláberja og kirsuberja sem hann dýfði í smjör.

Hann segir að tilraunin hafi sýnt fram á að kólesteról í eggjum auki ekki kólesterólmagnið í líkamanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin