fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Pressan

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Michigan sem rændi og réðst kynferðislega á ítalska au-pair stúlku var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota gegn stúlkunni.

Arisknight Arkin-Everett Winfree, 32 ára, var ákærður í fimm ákæruliðum fyrir brot gegn konunni, þar á meðal mannrán, þvingun og að tæla einhvern til að ferðast í þeim tilgangi að stunda ólöglegt kynferðislegt athæfi auk tveggja ákæra um kynferðislega misnotkun á ólögráða einstaklingi. Winfree hyggst ekki áfrýja dómnum.

„Arisknight Arkin-Everett Winfree er kynferðislegt rándýr sem olli ómældum skaða á konum og stúlkum sem hann réðst á,“ sagði Mark Totten, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mánudaginn 7. október eftir dómsuppkvaðningu.

Sakaður árið 2022 um brot gegn fjórum konum 

Árið 2022 var hann sakaður um að hafa misnotað fjórar konur kynferðislega, tvær þeirra voru undir lögaldri. Alríkisyfirvöld fullyrða að Winfree hafi fundið fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðlaforrit og búið til falsaðar skráningar á AuPair.com vefsíðunni til að lokka ungar konur heim til sín.

„Winfree skapaði hættu fyrir allan heiminn frá heimili sínu hér í Vestur-Michigan,“ sagði bandaríski lögfræðingurinn Mark Totten eftir dómsuppkvaðninguna. „Skrifstofan mín mun gera allt sem í hennar valdi stendur til að leita uppi og lögsækja gerendur eins og hann, sem nota internetið til að misnota aðra. Við erum tilbúin til að hlusta á og vernda þolendur. Og við alla sem nota internetið, segi ég: „Vertu vakandi: þú veist aldrei með vissu hver er hinum megin á skjánum.“

Tilkynnti að 18 ára systir sín væri í hættu

Winfree kom fyrst á borð yfirvalda í september 2022 eftir að þau fengu símtal frá konu sem sagði að 18 ára gömul systir hennar hefði kynnst Winfree á au-pair vefsíðunni og hefði flogið frá Kansas til að sjá um frænku hans.

„Tilkynningaaðilinn benti á að systir hennar væri búsett á sama heimilisfangi og umræddur karlmaður og hann væri að valda fórnarlambinu kvíða,“ segir í alríkiskæru vegna þess máls.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn, á Winfree að hafa svarað hurðinni klæddur hvítum sloppi. Lögreglumenn tóku einnig fram að gluggar hans voru huldir með dagblöðum. 

18 ára au-pair stúlkan bað lögregluna að fylgja sér af heimilinu. Sagði hún lögreglu að hún hefði séð mörg skotvopn sem líktust vélbyssum inni á heimilinu. Hún sagði að Winfree hafi kallað sig „Stryker“ og spurt hana„hvort hún væri góð í að gefa nudd og bað hana að nudda á sér axlirnar.“ 

Braut gegn ítalskri konu árið 2022

Samkvæmt alríkisyfirvöldum lokkaði Winfree einnig konu frá Ítalíu heim til sín og hélt því fram að hann þyrfti á henni að halda til að sjá um frænku sína.  Konan sagði yfirvöldum að Winfree hafi sótt hana á Detroit-flugvöllinn 12. október 2022 og farið með hana til síns heima. Daginn eftir að hún kom segir hún að Winfree hafi handjárnað hana, sett kúlu í munn hennar, byrjað að taka hana upp á myndband og síðan beitt hana kynferðislegu ofbeldi í svefnherbergi á efri hæðinni.

„Í fyrsta skipti á ævinni bað ég til Guðs,“ sagði konan. 

Daginn eftir ók Winfrey henni á rútustöð og borgaði fyrir strætómiða á Detroit alþjóðaflugvöllinn. Hún kom heim til Ítalíu 15. október og innritaði sig á sjúkrahús til aðhlynningar.

Lögreglan fann síðar við húsleit á heimili hans poka með kynlífsleikföngum og tíu skotvopnum, auk ljósmynda af Winfree þar sem hann braut kynferðislega gegn ólögráða stúlkum.

Að sögn saksóknara er Winfree einnig sagður hafa talað við vin sinn um þá áætlun sína að  hann þyrfti að drepa aupair stúlku og henda líki hennar til að fela brot sín.

Winfree neitaði ekki sök gegn tveimur ákæruliðum um að hafa framleitt barnaklám, eftir að hann sannfærði tvo unglinga til að senda sér nektarmyndir í gegnum samfélagsmiðlaforrit og tók sjálfan sig upp brjóta kynferðislega gegn öðrum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona sérðu hvort það er hægt að borða útrunninn mat

Svona sérðu hvort það er hægt að borða útrunninn mat
Pressan
Í gær

Demókratar á yfirsnúning við að finna sökudólg – Spjótin beinast að Biden og rétttrúnaði

Demókratar á yfirsnúning við að finna sökudólg – Spjótin beinast að Biden og rétttrúnaði
Pressan
Í gær

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?
Pressan
Í gær

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna