fbpx
Mánudagur 11.nóvember 2024
Pressan

Banki Vatíkansins rak karl og konu úr starfi – Virtu ekki reglu bankans um bann við hjónabandi

Pressan
Fimmtudaginn 10. október 2024 08:30

Vatíkanið. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona voru nýlega rekin úr starfi sínum hjá banka Vatíkansins vegna þess að þau virtu ekki bann bankans við hjónaböndum á milli starfsfólks.

Ítalskir fjölmiðlar segja að fólkið hafi gengið í hjónaband í ágúst. Bankinn hafði áður lagt blátt bann við að starfsmenn gengu í hjónaband með öðrum starfsmönnum.

Nýgiftu hjónunum var gefin 30 daga frestur til að leysa málið með því að annað þeirra myndi segja upp hjá bankanum. Fresturinn rann nýlega út án þess að þau færu eftir kröfu bankans og var þeim þá báðum sagt upp störfum.

Markmið bannsins er að koma í veg fyrir frændhygli og hagsmunaárekstra og annað sem getur skaðað orðspor bankans.

Þessi regla var tekin upp í apríl eftir að hafa verið í undirbúningi um langa hríð. Samkvæmt reglunni mega starfsmenn bankans ekki heldur ganga í hjónaband með fólki sem starfar hjá öðrum stofnunum Vatíkansins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svona sérðu hvort það er hægt að borða útrunninn mat

Svona sérðu hvort það er hægt að borða útrunninn mat
Pressan
Í gær

Demókratar á yfirsnúning við að finna sökudólg – Spjótin beinast að Biden og rétttrúnaði

Demókratar á yfirsnúning við að finna sökudólg – Spjótin beinast að Biden og rétttrúnaði
Pressan
Í gær

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?

Hversu mörgum dýrategundum hafa menn útrýmt?
Pressan
Í gær

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn

Móðir opnaði fyrir trúði og var myrt – Gerandinn enn ófundinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð

Konur eru líklegri en karlar til að deyja af völdum fylgikvilla eftir hjartaaðgerð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar

Óvænt uppgötvun í miðju Vetrarbrautarinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna