Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu og hefur eftir Mehl að girðing á landamærunum sé mjög áhugaverð, ekki aðeins af því að hún muni hafa fælingaráhrif, heldur einnig að hún muni verða búin skynjurum og annarri tækni sem geri landamæravörðum kleift að uppgötva ef fólk sé á ferð við landamærin.
Hvað varðar lengd girðingarinnar sagði hún að ef af verður þá muni girðingin annað hvort rísa með fram landamærunum í heild sinni eða hluta þeirra.