Klámmyndböndum af þessu tagi, þar sem andlit ungs fólks eru sett á þá sem sjást í myndböndunum, hefur verið mikið dreift í suðurkóreskum spjallhópum á Telegram.
Svo rammt hefur kveðið að þessu að nýlega báðu talsmenn Telegram íbúa Suður-Kóreu afsökunar á þessu.
CNN segir að skömmu eftir að afsökunarbeiðnin var send af stað hafi ríkisstjórn landsins ákveðið að gera vörslu slíkra myndbanda refsiverða.
Markmiðið er að reyna að stöðva þá ömurlegu þróun sem hefur átt sér stað á síðustu mánuðum. Hafa tæplega 1.000 mál, þar sem ungt fólk hefur verið óafvitandi verið gert að „þátttakendum“ í slíkum myndböndum, komið upp.
Refsiramminn vegna brota á nýju lögunum verður í þyngri kantinum en allt að þriggja ára fangelsi mun liggja við því að hlaða myndböndum af þessu tagi niður eða horfa á þau. Einnig verður hægt að sekta fólk um sem nemur allt að 2,8 milljónum íslenskra króna.