Í grafhýsinu var beinagrind þess sem var jarðsett/ur þar fyrir 2.200 árum. Nú hafa fornleifafræðingar gert enn frekari rannsóknir á grafhýsinu, sem gengur undir nafninu „Tomb of Cerberus“. Það er í Giugliano sem er nærri borg frá tímum Rómverja.
Hjá beinagrindinni fundust ýmsir munir, þar á meðal krukka með smyrsli, tæki til að skafa óhreinindi af sér, þrífa svita og bera á sig áður en laugast var.
Í tilkynningu frá ítalska menningarmálaráðuneytinu kemur fram að beinagrindin hafi varðveist mjög vel vegna þess hvernig loftið í grafhýsinu er.
Fornleifafræðingar hafa fengið aðstoð sérfræðinga á ýmsum öðrum sviðum við rannsókn á beinagrindinni og grafhýsinu en eru engu nær um af hverjum beinagrindin er eða fyrir hvaða fjölskyldu grafhýsið var byggt.
Niðurstöður DNA-rannsókna á beinagrindinni liggja ekki fyrir en þær geta hugsanlega varpað ljósi á uppruna hennar.