Ávöxtun sjóðsins var 8,6%, í norskum krónum talið 1.478 milljarðar en það svarar til um 19.000 milljarða íslenskra króna.
Þetta kemur fram í hálfsárs uppgjöri sjóðsins sem var birt á miðvikudaginn.
Fram kemur að fjárfestingar sjóðsins í tæknifyrirtækjum hafi skilað bestu ávöxtuninni eða 27,9%.
Sjóðurinn er varasjóður fyrir ríkið og veitir stjórnmálamönnum meiri möguleika þegar kemur að efnahagsmálum landsins. En það má ekki nota meira en þrjú prósent af olíusjóðnum á ári.
Heildarverðmæti sjóðsins nú er 17.745 milljarðar norskra króna, það svarar til um 230.000 milljarða íslenskra króna. Verðmæti hans jókst um 1.980 milljarða norskra króna á fyrri helmingi ársins. Auk fyrrgreindrar ávöxtunar þá jókst verðmæti hans vegna gengissveiflna og innborgana frá ríkinu.
Eignir sjóðsins svara til að hver Norðmaður eigi um þrjár milljónir norskra króna í honum.
Sjóður á 11.155 fjárfestingar í 71 landi. Þetta eru fjárfestingar í hlutabréfum, skuldabréfum, fasteignum og umhverfisvænum innviðum.