The Guardian skýrir frá þessu og segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá geti loftmengun dregið úr líkunum á lifandi fæðingu eftir tæknifrjóvgun um 38%.
Loftmengun er ein helsta ógnin við heilsu fólks en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur að 6,7 milljónir manna hafi látist af völdum loftmengunar 2019.
Sýnt hefur verið fram á að örsmáar sótagnir geta borist frá lungunum út í æðarnar og þaðan með blóðinu til allra líffæra líkamans. Þetta eykur hættuna á hjartasjúkdómum, magakrabbameini og elliglöpum. Loftmengun hefur einnig verið tengd við minni gáfur.
The Guardian hefur eftir Sebastian Leathersich, frjósemislækni og kvensjúkdómafræði, að loftmengun sé skaðleg fyrir nær allt það sem við kemur heilsu fólks og það komi honum ekki á óvart að hún hafi einnig áhrif á barneignir. Hann sagðist vonast til að rannsóknin veki athygli á hversu alvarleg staðan sé.