fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Húðflúraði nafn fórnarlambsins á enni morðingjans og barnaníðingsins

Pressan
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Ray Stockelman, fangi sem afplánar lífstíðardóm fyrir að nauðga og myrða tíu ára stúlku, verður væntanlega minntur á hvað hann gerði í hvert skipti sem hann lítur í spegil.

The Express rifjaði á dögunum upp hefnd sem frændi stúlkunnar náði fram gegn morðingjanum eftir að hann var handtekinn.

Anthony nauðgaði og myrti Katie Collman í Indiana í Bandaríkjunum í janúar 2005 og fékk hann lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn árið 2006. Ekki löngu eftir að Anthony hóf afplánun dómsins réðst annar fangi að honum og húðflúraði áletrunina „KATIE’S REVENGE“ eða „HEFND KATIE“ á ennið á honum.

Í upprifjun The Express kemur fram að um hafi verið að ræða frænda Katie sem afplánaði í sama fangelsi dóm fyrir innbrot.  Frændinn, Jared Harris, var ákærður fyrir líkamsárásina og fyrir dómi kom fram að hann væri frændi Katie og vildi hefna sín á morðingja hennar.

Jared laumaðist inn í opin fangaklefa Anthony og beið eftir honum. Þegar Anthony kom inn í klefann réðst hann að honum og hélt honum niðri á meðan hann húðflúraði ennið á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt