fbpx
Sunnudagur 10.nóvember 2024
Pressan

Ekki var allt sem sýndist í máli konunnar sem fannst illa haldin eftir að hafa verið hlekkjuð við tré í 40 daga

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 15:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Amerísk kona fannst í lok júlí hlekkjuð við tré í frumskógi á Indlandi. Var þá talið að hún hefði verið alfarið án matar í þá 40 daga sem hún sagðist hafa verið föst við tréð. Það var fjárhirðir sem fann konuna og í kjölfarið hófst leit að eiginmanni hennar sem hún sagði standa á bak við verknaðinn.

Konan heitir Lalita Kayi Kumar og er af indverskum uppruna en fædd í Bandaríkjunum. Hún glímdi við alvarlegan vökvaskort, hafði rýrnað mikið og annar fótleggur hennar var mjög bólginn eftir keðjuna. Vel gekk að koma Lalitu úr lífshættu en læknir sagði þó að hún glími við geðræn veikindi sem hafi ágerst við þessa vítisvist í frumskóginum. Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hafði Lalita búið síðustu 10 árin í Indlandi ásamt eiginmanni sem var sagður heita Satish. Þegar Lalita fannst þá var ekki hægt að ræða við hana sökum ástands hennar en hún skrifaði á miða að Satish hefði hlekkjað hana við tré eftir rifrildi og skilið hana eftir. Allt í allt hefði hún verið án matar og drukkið ekkert nema rigningarvatn í 40 daga.

Nú hefur orðið sú vending í málinu að bæði lögregla og læknirinn sem sinnti Lalitu telja að hún hafi skáldað söguna um rifrildi við mann sinn. Hún hafi í raun sjálf hlekkjað sig við tréð. Hún hafi mætt í skóginn með þrjá lása og keðju. Lyklarnir að lásunum fundust skammt frá trénu. Meinti eiginmaðurinn hafi eins verið skáldaður upp, en Lalita sé ógift. Hún sé hins vegar að glíma við alvarleg geðræn veikindi og glími við ranghugmyndir. Hún hafi í raun veri í uppnámi þar sem dvalarleyfi hennar var að renna út og hún var orðin blönk. Ekki hafi verið um einangrað tilvik að ræða heldur hafi Lalita áður hlekkjað sig við tré á öðrum stað í Indlandi, þar sem hún bjó áður. Hún hefur nú verið lögð inn á geðdeild þar sem hún þykir ekki geta borið ábyrgð á sjálfri sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi fyrir að segjast hafa barist með Wagnerhópnum í Úkraínu

Dæmdur í fangelsi fyrir að segjast hafa barist með Wagnerhópnum í Úkraínu
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Fann mikið magn rómverskra peninga víðs fjarri útvarðstöðvum heimsveldisins

Fann mikið magn rómverskra peninga víðs fjarri útvarðstöðvum heimsveldisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tucker Carlson segir að „djöfull“ hafi ráðist á hann og veitt honum áverka

Tucker Carlson segir að „djöfull“ hafi ráðist á hann og veitt honum áverka
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981

Voyager 1 þarf að notast við sendi sem var síðast notaður 1981
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Hjón fundust látin eftir að hafa verið týnd í viku í skógi

Harmleikur í Svíþjóð – Hjón fundust látin eftir að hafa verið týnd í viku í skógi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert

Tekinn af lífi þrátt fyrir ákall dómara og kviðdómenda um að það yrði ekki gert