fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Rússnesk skákkona grunuð um að eitra fyrir keppinaut sínum

Pressan
Föstudaginn 9. ágúst 2024 10:30

Skjáskot úr upptökunni sem lögregla studdist við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skákheimurinn hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki og hafa ekki allar fréttir verið á jákvæðu nótunum. Nú er rússnesk skákkona grunuð um að hafa eitrað fyrir keppinaut sínum í skákkeppni á dögunum og myndband úr eftirlitsmyndavél virðist staðfesta það.

Skákkonan sem um ræðir heitir Amina Abakorova og er fertug. Á upptökunni úr eftirlitsmyndavélinni sést hún ganga inn í tómt skákherbergi og dreifa efni, kvikasilfri að talið er, yfir skákborðið sem átti að nota í leik hennar gegn Umayganat Osmanova.

Þegar skák þeirra hófst kvartaði Osmanova undan ógleði og svima. Hún fór á sjúkrahús eftir skákina og er við góða heilsu í dag.

Lögregla handtók Aminu eftir að hafa farið yfir upptökurnar og segir Sazhid Sazhidov, íþróttamálaráðherra Dagestan, þar sem keppnin fór fram, að honum sé mjög brugðið vegna málsins en kveðst treysta því að lögregla rannsaki málið til fulls.

Amina er sögð hafa tjáð sig um málið við rússneska fjölmiðla þar sem hún virtist játa að hafa eitrað fyrir Osmanovu. Er haft eftir henni að hún hafi einungis viljað slá hana út af laginu en ekki valda alvarlegum veikindum. Í frétt Chess.com kemur fram að Osmanova hafi snúið aftur til leiks á mótinu og að lokum landað 2. sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“

Varar við óvæntum ásökunum í garð Harris – „Sjáið bara þessa gölnu sögu um að ég sé að stýra barnaníðshring úr kjallara pitsustaðar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar

Geimfar SpaceX er farið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til að sækja tvo geimfara – Kemur til baka í febrúar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt