Í umfjöllun The Independent um málið kemur fram að hjá bandaríska flugfélaginu Southwest hafi tuttugu flugfreyjur og flugþjónar slasast í sumar þegar gosdósir sprungu. Meiðslin voru ekki alvarleg.
Talsmaður Southwest sagði í samtali við The Independet að félagið sé meðvitað um þetta og hafi gripið til aðgerða til að halda drykkjum kaldari um borð í vélum sínum og á flugvöllum.
Svipuð atvik áttu sér stað á síðasta ári en málin á þessu ári hafa vakið meiri athygli því þetta virðist nú gerast oftar.
Félagið hefur vakið athygli starfsfólks á þessu vandamáli en ástæðan fyrir því er líklega hvernig drykkir eru settir um borð í flugvélar og geymdir þegar mjög heitt er í veðri.