fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Pressan

Neyddust til að öryggislenda vegna ælandi farþega

Pressan
Þriðjudaginn 6. ágúst 2024 06:30

Vél frá United Airlines. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél frá bandaríska flugfélaginu United Airlines var öryggislent í Washington D.C. nýlega þegar hún var á leið frá Houston í Texas til Boston í Massachussetts. Ástæðan er að einn farþeginn byrjaði að æla.

The Guardian segir að 155 manns hafi verið um borð í vélinni. Fljótlega eftir að farþeginn byrjaði að æla, byrjuðu fleiri farþegar og áhafnarmeðlimir einnig að æla.

Margir farþegar báðu um grímur til að reyna að komast hjá því að smitast af þessari bráðsmitandi ælupest.

New York Post segir að á hljóðupptöku af samskiptum flugmanna við flugumferðarstjóra komi fram að um „lífrænan vanda“ sé að ræða í farþegarýminu og því þurfi að öryggislenda.

„Það hljómar eins og ástandið sé mjög slæmt þarna aftur í. Áhafnarmeðlimir æla og farþegarnir biðja um grímur,“ heyrist sagt á upptökunni.

Flugvélin var gerð hrein frá A til Ö eftir lendingu og farþegarnir voru aðstoðaðir við að komast áfram til Boston.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni

„Kynferðislegt rándýr“ lofaði stúlku aupair-starfi – Fékk lífstíðarfangelsi fyrir brot gegn henni
Pressan
Í gær

Sænska ríkisstjórnin sökuð um að reyna að gera „fátækt útlæga“ með því að banna betl

Sænska ríkisstjórnin sökuð um að reyna að gera „fátækt útlæga“ með því að banna betl
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi

Norðmenn íhuga að reisa girðingu á landamærunum að Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir gott að segja þetta út í kaffið til að auka þyngdartap

Læknir segir gott að segja þetta út í kaffið til að auka þyngdartap