fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Pressan

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 06:30

Mynd úr safni.. Mynd-Wikimedia Commons/Matthew Field

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandamálakrókódíll“ sem eltist við bæði börn og fullorðna galt fyrir þessa hegðun sína með lífi sínu og var síðan borðaður af bæjarbúum í nærliggjandi bæ.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir áströlsku lögreglunni að krókódíllinn hafi verið um 3,6 metrar á lengd og hafi „flutt inn“ í Baines ána fyrr á árinu í kjölfar mikilla flóða.

Eftir að hafa fundið sér þessi nýju heimkynni byrjaði krókódíllinn að eltast við börn og fullorðna sem komu of nærri ánni. Hann náði þó ekki neinu fólki en fjöldi hunda lenti í kjafti hans.

Eftir viðræður við íbúa á svæðinu, sem eru flestir af frumbyggjaættum, var ákveðið að skjóta krókódílinn til að tryggja að fólki stæði ekki ógn af honum.

Skrokkur hans var síðan fluttur til bæjarins Bulla þar sem bæjarbúar matreiddu hann á hefðbundinn hátt að sögn lögreglunnar með því að grilla hann og hali hans var notaður í súpu.

Krókódílar hafa birst á mörgum stöðum í Ástralíu þar sem þeir hafa aldrei áður sést. Ástæðan er að mikil flóð hafa verið víða í landinu á síðustu misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt

Boris Johnson var með leynilega áætlun um innrás í Holland – Markmiðið var skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin

Páfinn taldi sig vera meðal vina – Skömmu eftir að hann yfirgaf staðinn komu skilaboðin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum

Vísindamaður útskýrir hvað gerist þegar við deyjum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna

Þess vegna áttu aldrei að keyra með gluggana hálf opna