fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Pressan

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 04:05

Aimee Betro. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki annað að sjá en hin 44 ára Aimee Betro lifði ósköp venjulegu lífi i Milwaukee í Bandaríkjunum. Þar starfaði hún hjá hafnarboltaliði. Á Instagram birti hún myndir af sér sem virtust bara sýna ósköp venjulega konu með blátt naglalakk og djöflahorn á enninu.

Í ágúst 2019 flaug hún til Englands frá Chicago þar sem hún, íklædd hijab að sið múslímskra kvenna, reyndi að myrða kaupsýslumann sem hún þekkti ekki vitund.

Daily Mail skýrir frá þessu ótrúlega máli þar sem lögreglan leitar nú að Betro en hún er grunuð um að vera leigumorðingi.

Á bak við morðsamsærið stóðu breskir feðgar sem vildu ná fram hefndum gegn eiganda fataverslunar og einnig gegn fjölskyldu hans. Þeir höfðu átt í deilum við fólkið, meðal annars hafði komið til slagsmála í versluninni.

Í síðustu viku voru feðgarnir, hinn 56 ára Mohammed Aslam og þrítugur sonur hans, Mohammed Nazir, fundnir sekir um að samsæri um morð. Við réttarhöldin kom fram að sonurinn hafði komist í samband við Betro á Internetinu og samið við hana um að fremja morð.

Frí

Betro nýtti ferðina til Englands til að fara í tveggja vikna frí. Vinir hennar gátu fylgst með ferðum hennar á Instagram. Hún fór meðal annars til Derby, Lundúna og Brighton. Hún skráði sig inn á hótel undir fölsku nafni og stundaði næturlífið af krafti.

Hún kom til Birmingham 6. september og þar hitti hún Nazir. Um kvöldið lét hún til skara skríða gegn fatakaupmanninum Sikander Ali.

Klukkan 19.30 ók hún í Mercedez bifreið inn í götuna þar sem faðir Ali bjó. Lögreglan komst síðar að því að hefnigjörnu feðgarnir voru einnig í hverfinu á þessum tíma, þeir óku fram og aftur í götu einni.

Aimee Betro með djöflahornin. Mynd:Instagram

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Birmingham Live segir að samkvæmt frásögn Ali þá hafi hann tekið eftir Mercedez bifreiðinni því henni var „bjánalega lagt“.

Hann stoppaði og þá kom kona í hijab að honum, hún var með skammbyssu á lofti. Þegar hún tók í gikkinn virkaði byssan ekki. Ali hentist þá inn í bíl sinn og ók á brott. Á flóttanum ók hann utan í Mercedez bifreiðina sem skemmdist svo mikið að Betro komst bara stutta vegalengd á honum.

Ætlaði ekki að gefast upp

En Betro var ekki á þeim buxunum að gefast upp. Hún sendi fjölda hótana í smáskilaboðum til Ali og sakaði hann einnig um að selja fíkniefni og bauð honum að velja hvort það yrði hann eða einhver úr fjölskyldu hans sem myndi gjalda fyrir meintar misgjörðir hans. Hún reyndi einnig að fá hann til hitta sig á bílastæði einu en ekkert varð úr því.

Daginn eftir fór Betro með leigubíl að heimili Ali og skaut þremur skotum á hús hans. Síðan fór hún og fékk sér að borða á McDonalds.

Aslam og Nazir. Mynd:Lögreglan

 

 

 

 

 

Tveimur dögum síðar fór flaug hún heim til Bandaríkjanna frá Manchester og þá varð málið af alvöru dularfullt að sögn The International Business Times sem segir að hún hafi haft samband við Virgin flugfélagið áður til að kaupa miða fyrir Nazir með sama flugi.

Nazir flaug síðan til Bandaríkjanna nokkrum dögum seinna. Hann gaf heimilisfang Betro upp sem dvalarstað þar í landi. Hann fór síðan heim til Bretlands fjórum vikum síðar. Þá var hann handtekinn ásamt föður sínum.

Lögreglan hafði fljótt komist á slóð þeirra feðga. Meðal annars vegna þess að nokkrum mánuðum fyrir morðtilraunina hafði Nazir fengið þrjá pakka með skammbyssuhlutum. Þeir komu allir frá sama sendandanum í Bandaríkjunum – Aimee Betro.

Betro virðist hafa látið sig hverfa af yfirborði jarðar en lögreglan leitar hennar af miklum krafti.

Dómari mun tilkynna um refsingu Nazir og föður hans í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum