fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Pressan

Kærastan brjáluð: „Ógeðslegt hvernig komið hefur verið fram við okkur“

Pressan
Þriðjudaginn 18. júní 2024 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert hefur spurst til Albert Calibet, 59 ára Bandaríkjamanns, síðan á þriðjudag í síðustu viku. Kærasta hans, Debbie Leshane, er afar ósátt við það hvernig grísk stjórnvöld hafa tekið á málinu.

Albert, sem er fyrrverandi lögreglumaður í Kaliforníu, skilaði sér ekki heim úr gönguferð á eyjunni Amorgos og hefur leit að honum ekki borið neinn árangur. Debbie segir að yfirvöld hafi lítið sem ekkert gert til að leita hans og hafa vinir og vandamenn flykkst til Grikklands til að taka þátt í leitinni.

Sjá einnig: Ferðamenn í vandræðum með sögulega hitabylgju á Grikklandi – Fimm týndir eftir að sjónvarpslæknirinn heimsfrægi lést

„Það er ógeðslegt hvernig komið hefur verið fram við okkur,“ segir Debbie í samtali við The Post.

Að minnsta kosti sex ferðamenn hafa týnst eða látist á grísku eyjunum á síðustu dögum og í hópi þeirra er breski sjónvarpslæknirinn Michael Mosley sem fannst látinn eftir nokkurra daga leit fyrir skemmstu. Miklir hitar hafa verið á svæðinu síðustu vikur þar sem hitinn hefur náð hátt í 40 gráðum.

Debbie var sjálf stödd í Bandaríkjunum þegar tilkynnt var um hvarf Alberts og lagði hún á sig 32 tíma ferðalag til Grikklands til að taka þátt í leitinni. Með í för var bróðir Alberts og tveir sérhæfðir bandarískir leitarmenn.

Debbie segist afar ósátt við það hversu litla áherslu grísk yfirvöld leggja á að finna Albert. Bendir hún á að þyrlu hafi verið flogið yfir eyjuna í um tvær klukkustundir á miðvikudag í síðustu viku. Síðan þá hafi ekkert gerst þrátt fyrir loforð um að senda dróna og sérhæfða leitarhunda til leitar.

Albert er vanur göngumaður en hann hélt af stað klukkan sjö að morgni þriðjudags og átti gönguferðin að taka um fjórar klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“

Afinn varpar sprengju: „Hann þarf að fá dauðarefsingu“
Pressan
Í gær

Flugdólgur fékk makleg málagjöld

Flugdólgur fékk makleg málagjöld
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt

Þessa yfirnáttúrulegu atburði hafa vísindin ekki getað skýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?

Vissir þú að það er hægt að nota kartöfluvatnið til margra hluta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu

Skólastúlka fann 200 milljóna ára gömul fótspor risaeðlu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru

Ótrúlegur launamunur – Forstjórar eru með 120 sinnum hærri laun en meðallaun fólks eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“

Trump hefur loksins viðurkennt ósigurinn 2020 og öfga hægrimenn eru brjálaðir – „Hvers vegna mætti fólk þann 6. janúar?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum

Sæmdarkúgun hafði skelfilegar afleiðingar: Nígerískir bræður fengu þunga dóma í Bandaríkjunum