Daily Mail segir að tilkynnt hafi verið um hvarf barnanna, Malik, Amelia og Khandi, í gærkvöldi eftir að þau skiluðu sér ekki heim. Talið er að börnin hafi ætlað inn í miðborgina eftir að það sást til þeirra yfirgefa skemmtigarðinnThorpe Park á fjórða tímanum í gærdag.
Tvö yngstu börnin, Malik og Amelia, eru tengd fjölskylduböndum.
Í tilkynningu sem lögregla sendi frá sér kemur fram að lögreglumenn séu nú við leit eftir að tilkynnt var um hvarf barnanna klukkan 19 í gærkvöldi.