Það er til dæmis hægt að nota edik því köngulóm líkar ekki við sýrustigið í því. Settu edik í úðabrúsa og blandaðu með vatni og úðaðu í horn hússins.
Kastaníur eru ekki í uppáhaldi hjá köngulóm og gamalt erlent húsráð segir að ef maður setji kastaníur í gluggakisturnar eða við gólflista þá komi köngulær ekki inn.
Sítrónur eru heldur ekki í uppáhaldi hjá köngulóm. Ef þú nuddar sítrónu á staði þar sem köngulær halda til, þá eiga þær að sögn að halda sig fjarri.
Piparmynta og lavander eru eitthvað sem köngulóm fellur ekki. Það er hægt að blanda þessu saman í úðabrúsa og úða síðan hér og þar í húsinu að því er segir á vef naturallvingideas.com.