fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Svona oft á maður að „gera númer tvö“ að sögn sérfræðinga

Pressan
Laugardaginn 1. júní 2024 18:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu oft á maður að gera sér ferð inn á baðherbergi til að gera númer tvö? Þetta er ein algengasta spurningin sem sérfræðingar á þessu sviði fá.

Þeir segja að í raun sé ekkert rétt eða rangt svar við þessu því þetta sé mjög einstaklingsbundið.

Anju Malieckal, meltingarfæralæknir við NYU Langone sjúkrahúsið, segir að allir hafi sitt eigið hægðamynstur. Express skýrir frá þessu.

Hún segir að margir þættir geti haft áhrif á hversu oft fólk kúkar, þar á meðal eru aldur, lífsstíll, mataræði, stress, heilsufar og lyfjanotkun. Hún segir að sumir kúki daglega en aðrir annan eða þriðja hvern dag.

Jena Casper, hjúkrunarfræðingur, með meltingarfræði sem sérsvið, sem starfar hjá Mayo Clinic Health System, segir að sumir eigi erfitt með að kúka þegar þeir eru ekki heima hjá sér og skipti þá engu hvort þeir eru í vinnu, fríi eða heima hjá vinum. Hún kallar þetta „fríhægðatregðu“.

Hægðamynstrið breytist með aldrinum sem þýðir að hægðirnar eru oft lengur í ristlinum en áður og það tekur þær lengri tíma að komast í gegnum líkamann.

Christine Lee, meltingarfæralæknir við Cleveland Clinic, segir að það sé ekki ávísun á betri hægðir ef fólk fer oft á klósettið. „Þetta snýst ekki um hversu oft þú ferð á klósettið . . . Það mikilvægasta er hversu vel verkið er unnið. Ef þér líður vel með það, finnst þú hafa tæmt vel . . . og finnur ekki fyrir neinum þrýstingi eða verkjum, þá er það góðs viti,“ segir hún.

Hún segir að eðlilegar hægðir eigi venjulega að vera brúnleitar, sléttar og ekki of mjúkar eða harðar.  Hún segir einnig að það að fara oft á klósettið daglega sé ekki endilega kostur, því það geti þýtt að það þurfi að hafa meira fyrir hlutunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni