Þing ríkisins samþykkti lögin á fimmtudaginn og ekki leið á löngu þar til Landry staðfesti þau með undirskrift sinni.
Samkvæmt lögunum er nú refsivert að vera með tvær tegundir þungunarrofstaflna í vörslu sinni án þess að hafa fengið þeim ávísað með lyfseðli.
Politico segir að með þessu sé ætlunin að koma í veg fyrir að íbúar ríkisins kaupi töflurnar á netinu eða í öðrum ríkjum.
Lyfin, sem heita Mifepriston og Misoprostol, eru oft notuð saman til að valda þungunarrofi. En nú eru lyfin sem sagt komin á lista yfir hættuleg lyf í Louisiana.
Ríkið er það fyrsta til að segja þessi lyf á lista yfir hættuleg lyf. Þar er til dæmis fyrir hið mjög svo ávanabindandi lyf Xanax.
Landry tjáði sig um lögin á samfélagsmiðlinum X og sagði það „ekkert annað en hreina skynsemi“ að hann sé nú búinn að staðfesta lögin. „Þessi lög vernda konur í öllu Louisiana og ég er stoltur af að hafa skrifað undir þau,“ segir í færslu hans.
Þungunarrof er nær algjörlega óheimilt í Louisiana, aðeins í sárafáum undantekningartilfellum geta konur fengið heimild til þungunarrofs og því er nær algjörlega útilokað að fá lyfseðil upp á þungunarrofstöflur.
Margra ára fangelsi liggur við því að vera með töflurnar í vörslu sinni án þess að hafa fengið lyfseðil fyrir þeim.