fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Slaka ekki á harðri andstöðu við þungunarrof – Banna þungunarrofstöflur

Pressan
Föstudaginn 31. maí 2024 18:00

Þungunarrof er nú nær algjörlega óheimilt í 11 ríkjum Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þungunarrofslöggjöfin í Louisiana í Bandaríkjunum var hert enn frekar í síðustu viku þegar ríkisstjórinn, Jeff Landry, skrifaði undir lög sem kveða á um að þungarrofstöflur séu hættuleg lyf.

Þing ríkisins samþykkti lögin á fimmtudaginn og ekki leið á löngu þar til Landry staðfesti þau með undirskrift sinni.

Samkvæmt lögunum er nú refsivert að vera með tvær tegundir þungunarrofstaflna í vörslu sinni án þess að hafa fengið þeim ávísað með lyfseðli.

Politico segir að með þessu sé ætlunin að koma í veg fyrir að íbúar ríkisins kaupi töflurnar á netinu eða í öðrum ríkjum.

Lyfin, sem heita Mifepriston og Misoprostol, eru oft notuð saman til að valda þungunarrofi. En nú eru lyfin sem sagt komin á lista yfir hættuleg lyf í Louisiana.

Ríkið er það fyrsta til að segja þessi lyf á lista yfir hættuleg lyf. Þar er til dæmis fyrir hið mjög svo ávanabindandi lyf Xanax.

Landry tjáði sig um lögin á samfélagsmiðlinum X og sagði það „ekkert annað en hreina skynsemi“ að hann sé nú búinn að staðfesta lögin. „Þessi lög vernda konur í öllu Louisiana og ég er stoltur af að hafa skrifað undir þau,“ segir í færslu hans.

Þungunarrof er nær algjörlega óheimilt í Louisiana, aðeins í sárafáum undantekningartilfellum geta konur fengið heimild til þungunarrofs og því er nær algjörlega útilokað að fá lyfseðil upp á þungunarrofstöflur.

Margra ára fangelsi liggur við því að vera með töflurnar í vörslu sinni án þess að hafa fengið lyfseðil fyrir þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi