Skordýrin, svokallaðar mormónakrybbur, hafa verið á sveimi síðustu vikur og má segja að það sé árlegur viðburður að þær leggi bæinn undir sig. Krybburnar minna um margt á engisprettur og eru þær þekktar á svæðum í vesturríkjum Bandaríkjanna.
Myndband sem íbúi einn í Elko birti á TikTok hefur vakið talsverða athygli en þar má sjá heilu veggina og gangstéttirnar undirlagðar af krybbum.
Það er ekki bara í Elko sem krybburnar hafa valdið vandræðum því í nærliggjandi sveitum hafa óhöpp orðið í umferðinni af völdum þeirra.
Í frétt News.co.au kemur fram að þegar krybburnar kremjast skilji þær eftir sig slepjukennda og illa lyktandi drullu sem getur valdið ökumönnum vandræðum. Þegar rignir verða aðstæðurnar enn varasamari.
@lillian_2000 Replying to @clay they really dont make much noise! Sometimes a slight chirp! Its moslty the smell of them once crushed… 🤢 #mormoncrickets ♬ original sound – Kyra Adams