fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Jens keypti úr fyrir 54.000 – Seldi það fyrir 54 milljónir

Pressan
Fimmtudaginn 30. maí 2024 04:22

Úr eins og Jens átti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Jens Elers hafi gert kostakaup dag einn árið 1970 þegar hann ráfaði um í Genf í Sviss. Hann stoppaði við búðarglugga í göngugötu til að skoða úr sem var á tilboði. Þá átti hann enga von á að þetta úr yrði besta fjárfesting lífs hans.

Børsen segir að úrið sé af tegundinni Rolex Daytona Cosmograph ref.6263 en þetta er íþróttaúr úr stáli og er skeiðklukka í því.

„Það var 30-40% afsláttur. Þegar ég skoðaði það betur sá ég að þetta var flott úr,“ sagði Jens, sem er danskur, í samtali við Børsen. Hann stóðst ekki freistinguna og keypti úrið og greiddi sem svarar til 54.000 íslenskum krónum fyrir það.

Úr af þessari tegund urðu mjög vinsæl, sérstaklega eftir að Hollywoodstjarnan Paul Newman byrjaði að ganga með eitt.

Jens gekk með úrið næstu 48 árin og var oft stoppaður á götu úti af fólki sem vildi dást að því.

En þegar danskur úrakaupmaður varaði hann við að ganga með úrið, vegna þess hversu verðmætt það væri, hætti hann því og kom því fyrir í bankahólfi.

En honum fannst ekki rétt að geyma það þar og ákvað því að selja það.

Það var Japani sem keypti úrið á uppboði í Genf, borginni sem Jens keypti úrið í fyrir rúmri hálfri öld, og greiddi sem svarar til 54 milljóna íslenskra króna fyrir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?